Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 33

Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 33
27 til þess. Mér þykir það mjög leitt.“ „Mjög leitt“, endurtók hús- bóndinn. „Hann er fjarska hæ- verskur drengur.“ „Fjarska ókurteis þorpari, ætla ég að segja“, skaut Julian Masta- kovic'h inn í og gretti sig. „Burt með þig, drengur! Hvers vegna ertu hér ennþá? Hypjaðu þig til hinna barnanna!“ Nú gat hann ekki stillt sig um að gefa mér hornauga. En þá gat ég ekki heldur stillt mig, og skellihló upp í opið geð- ið á honum. Hann sneri sér frá mér og spurði húsbóndann að því í hálf- um hljóðum, hverskonar náungi þessi ungi maður væri eiginlega. Svo hvísluðust þeir einhverju á og fóru út úr herberginu með miklum vandlætingarsvip. Ég skalf af hlátri. Eftir ofurlitla stund ráfaði ég svo inn í setustof- una. Þar var hinn mikli Júlian Mastakovich í áköfum samræðum við eina frúna, en umhverfis þau höfðu húsbóndinn, húsfreyjan og gestirnir slegið einskonar skjald- borg. Frúin, sem hann talaði við, hélt í hönd litlu rúbludrottningarinnar, og nú byrjaði Júlian Mastakovich að slá henni gullhamra. Hann sagðist alveg vera frá sér numinn af hennar barnslega ynd- isleik, gáfum þennar, prúð- mennsku og því fyrirmyndar-upp- eldi, sem hún hefði hlotið. Auðvitað sagði hann allt þetta til þess að koma sér í mjúkinn hjá móðurinni, sem næstum grét af gleði, og faðirinn sýndi ánægju sína með góðlátlegu brosi. Ánægjan var smitandi. Allir urðu að taka þát't í henni. Jafnvel börnin voru neydd til þess að hætta leikum sínum, svo að þau trufluðu ekki samræðurnar. Andrúmsloftið var þrungið af lotningu. Ég heyrði frúna, móður litlu telpunnar, spyrja Julian Ma- stakovich að því, með djúpri virð- ingu, hvenær hann myndi sýna þeim þann heiður, að koma í heimsókn. Og auðvitað þáði hann þetta boð með óblandinni ánægju. Gestirnir dreifðu sér nú aftur um herbergið og ég hlustaði á þá hlaða lofinu á hinn ríka kaup- mann, frúna hans og dóttur, en þó sérstaklega Julian Mastako- vich. „Er hann giftur?“ spurði ég kunningja minn, sem stóð við hliðina á Julian Mastakovich. Mastakovich gaf mér illt auga. „Nei“, svaraði kunningi minn, auðsjáanlega hneykslaður á þess- ari áberandi óvarkárni minni. —o— Fyrir skömmu fór ég til kirkju af því að ég barst með fólksfjöld- anum, sem þyrptist þangað til þess að verti vi0 brúðkaup, serri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.