Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 36
3Ó
vestur í Klettafjöllum. Greiðinn
að koma bréfinu í hendur þess
síðarnefnda fæst endurgoldinn,
þegar hann kaupir frímerki á
svarbréfið.
Á þessari sannfæringu, að menn
svari venjulega bréfi, sem þeir
fá, er byggt upp, að nokkru veru-
legu leyti, þetta dásamlega kerfi,
sem minnst er á hér að framan.
En fylgja menn almennt þess-
ari venju? Og eru menn ekki
tregari að fylgja henni í sumum
löndum en öðrum?
Ástæðan til þess, að ég varpa
fram þessari spurningu í ,,Dvöl“
er m. a. sú, að við íslendingar
fáum oft það orð, að við séum
tregir að svara bréfum. Ótelj-
andi oft hefi ég heyrt kastað fram
af útlendingum, bréflega og
munnlega, þessum eða þvílíkum
orðum: ,,Frá Islandi fæst aldrei
svar við bréfum“. „Ég skrifa og
skrifa (manni eða firma á fslandi)
og fæ aldrei svar“ o. s. frv. Og
slíkt er oft sagt okkur til hnjóðs;
talið ókurteisi, menningarskortur,
vöntun á þekkingu á venjum með-
al siðaðra þjóða o. s. frv.
Eigum við ámæli skilið fyrir
þetta ?
Ef ég skyggnist um þekkingu
og reynslu sjálfs míns, treysti ég
mér e k k i til þess að kveða upp
sýknudóm yfir íslendingum af
slíku ámæli.
Það er auðvitað mál, að menn
fá bréf, sem annaðhvort þarfnast
einskis svars eða ekki er svara-
vert. Slíkum bréfum er ekki svar-
að frekar annars staðar en á ís-
landi. Við greinum þau frá. En eft-
ir verða svo mörg bréf, að full
heimild er fyrir hugmyndinni,
sem ég nefndi áðan, að venjan
sé sú, að sá, sem fær bréf, ætti
að svara því.
í þau 15 ár, er ég starfaði
sem málafærslumaður í Reykja-
vík, var mér falið talsvert af inn-
heimtu á skuldum manna á ís-
landi við útlendinga. Oft fylgdi
innheimtubeiðninni einhver orð
lík þessu: „Ég hefi marg-skrifað
skuldunaut — eða jafnvel símað
— hann svarar aldrei. Nú er ég
orðinn þrey.ttur og fel málafærslu-
manni að innheimta skuldina að
viðbættum vöxtum og kostnaði“.
Svo marg-skrifa ég skuldunaut.
Hann svarar aldiei. Ég neyðist
til þess að stefna honum. Að
fenginni sætt eða dómi verður
hann að greiða — ef hann getur.
— Ég man mörg dæmi þess, að
greiðsla fékkst furðu greiðlega
eftir allt þetta vafstur og allan
þennan kostnað, sem hefði spar-
azt, ef skuldunautur hefði svarað
bréfum. Það var dýrt fyrir hann,
og mér oft óskiljanlegt, hvers
vegna hann svaraði ekki. — Ég
man og mörg dæmi þar sem á-
stæður skuldunauts voru þannig,
að skuldareigandi — eða ég sem
umboðsmaður hans — hefði hæg-
lega létt undir með skuldunaut,
með greiðsliifresti eða á annan
hátt, ef hann hefði svarað bréf-