Dvöl - 01.01.1938, Page 40

Dvöl - 01.01.1938, Page 40
34 D V ö L vikur hefir þetta verið á döfinni. Annan daginn er hún fús til þess- arar fyrirætlunar, en hinn neitar hún með öllu. Nú á þetta að ske í kvöld, en það eru tveir dagar liðnir síðan Rosy féllst á ráða- gerðina, svo að ég er hræddur um, að hún renni, þegar á hólm- inn er komið. Ennþá eru fimm klukkustundir, þangað til þetta á að framkvæmast.“ „Þú sagðir, að þig vantaði lyf“, skaut Ikey inn í. Hr. McGowan varð hikandi og vandræðalegur, þó að slíkt hátta- lag væri fjarri honum að jafnaði. Hann greip almanak og vafði upp á fingur sinn af mikilli vandvirkni. „Ég vildi gefa mikið til“, sagði hann, „að þessi fyrirætlun færi ekki út um þúfur í kvöld. Ég er búinn að leigja ofurlitla íbúð. Blómin standa á borðinu og ket- illinn bíður eftir því, að kveiktur sé.upp eldur. Ég er búinn að ráða prestling, sem á að gefa okkur saman í nýju íbúðinni klukkan 9.30. Fyrir öllu er séð — ef Rosy hættir svo ekki við allt saman. McGowan var altekinn af ótta sínum og þagnaði um stund. „Mér er ekki ennþá ljóst“, sagði Ikey stuttlega, „hversvegna þú ert að tala um lyf í þessu sambandi, eða hvað ég get eigin- lega gert í þessu máli.“ „Riddle gamla er meinilla við mig“, hélt hinn óhamingjusami biðill áfram frásögn sinni. „I heila viku hefir hann ekki leyft Rosy að stíga út fyrir dyr með mér. Ef þau sæju ekki eftir mér úr fæð- inu, hefðu þau sparkað mér á dyr fyrir löngu síðan. Ég vinn fyrir 20 dölum á viktt, og hana mun aldrei iðra þess, að flýja úr hreiðrinu til þess að giftast McGowan“. „Afsakaðu, Chunk“, sagði Ikey. „Ég þarf að afgreiða lyfseðil, sem verður sóttur bráðum“. „Heyrðu“, sagði McGowan og leit upp fljótlega, „heyrðu, Ikey, er ekki til eitthvert lyf — eitt- hvert duft, sem hægt er að gefa stúlkum, til þess að þeim lítist betur á mann?“ Ikey hrukkaði efri vörina fyr- irlitlega yfir vanþekkingu kunn- ingja síns. En áður en hann fengi svarað, hélt McGowan áfram: „Tim Lacy sagði mér, að hann hefði einu sinni fengið dálítið af því hjá spákarli uppi í bæ, og látið það í sódavatn, sem hann gaf stúlkunni sinni. Eftir fyrstu inntökuna var hann orðinn ásinn í spilunum og hún leit ekki við neinum öðrum. Það var ekki lið- inn hálfur mánuður, þegar þau voru harðgift. Mitt í styrkleika sínum var Mc- Gowan einfaldur og saklaus eins og barn. En hann hagaði sér eins og hygginn herforingi, sem ætlar að ráðast inn, í herbúðir óvinanna: Hann tók alla möguleika með í reikninginn og vildi koma í veg fyrir hugsanlega ósigra, áður en það væri um seinan. „Ég hugsá“, hélt Chunk von-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.