Dvöl - 01.01.1938, Side 42

Dvöl - 01.01.1938, Side 42
36 D V Ö L og faðirinn beið, vel vopnaður og við öllu búinn. Keppinauturinn hlaut því að fara hina herfileg- ustu hrakför. Hann gegndi skyldu sinni í „Bláa ljósinu" alla nóttina, og átti stöðugt von á fréttum, en þær komu engar. Klukkan átta um morguninn var Ikey „leystur af“. Hann ætlaði að hraða sér heim til hr. Riddle til þess að frétta um málalokin. En hvað skeður? Um leið og hann kemur út úr lyfjabúðinni, stekk- ur enginn annar en Chunk McGo- wan af strætisvagni þar rétt hjá, þrífur hönd hans og brosir breiðu sigurbrosi. „Allt í lagi!a hrópar hann, og brosið lýsir ótvíræðri hamingju. „Rosy kom niður brunastigann á sömu mínútu og sekúndu og á- kveðið var, og æruverðugur klerkurinn lagði yfir okkur bless- un sína klukkan 9.30V4. Hún er heima — sauð egg í morgun, í bláum slopp — guð í himnin- um, hvað ég er hamingjusamur!“ „En — lyfið?“ stamaði Ikey. „Oh, duftið, sem ég fékk hjá þér!“ sagði Chunk og brosti nú enn breiðara en áður. „Það er nú saga að segja frá því. Þegar við vorum að borða í gærkveldi, leit ég á Rosy og sagði við sjálf- an mig: „Chunk, ef þú ekki getur fengið þessarar stúlku með hennar eigin fúsum og frjálsum vilja, þá verðurðu að vera án hennar, þú mátt þar engin brögð hafa| í tafli, hún er of góð til þess. Ég lét því pakkann með duftinu vera kyrran í vasa mínum. En þá rak ég augun í annan viðstaddan, sem mér fannst ekki hafa hið rétta hugarfar gagnvart væntanlegum tengdasyni, svo að ég notaði fyrsta tækifærið, sem mér gafst, til þess að hella duftinu í kaffið hans Riddle gamla — skilurðu?“ V. J. þýddi. 11 ára: Foreldrar mínir eru alveg framúrskarandi. Pau vita bókstaflega allt. ' ! 16 ára: Ef satt skal segja, pá eru foreldrar mínir alls ekki það, sem ég hélt þau væru. Það er ýmislegt, sem þau ekki vita. 19 ára: Pó að foreldrar mínir standi í þeirri meiningu, að þau hafi ætíð á réttu að standa, þá vita þau eigin- lega lítið miðað við það, sem ég veit. 22 ára: Foreldrar mínir skilja alls ekki ungt fólk. Þau eiga ekkert sam- eiginlegt með imgu kynslóðinni. 30 ára: I einlægni sagt verð ég að viðurkenna, að foreldrar mínir höfðu oft á réttu að standa. 50 ára: Foreldrar minir voru alveg framúrskarandi. Þau voru ákaflega réttsýn og glöggskyggn á alla hluti. Minir elskanlegu foreldrar. (Neues Wiener Tagblatt). Sonurinn hefir orðið:

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.