Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 43
D V ö L
37
Fridtjof Nansen
Eftir Sigurð Einarsson dósent
Fridtjof Nansen er einn merk-
asti vísindamaður, stjórnmálamað-
ur og mannvinur, sem nokkru
sinni hefir verið uppi á Norður-
löndum. Hann fæddist 10. okt.
1861 að Tröen við Oslo, og fluttu
foreldrar hans alfarin til borgar-
innar, er hann var á 15. ári. Qekk
hann þar á lærðan skóla, tók stúd-
entspróf 19 ára gamall og innrit-
aðist í háskólann í Oslo 1880. Tók
hann þá að leggja stund á náttúru-
fræði, með dýrafræði sem að-
algrein. En hugur hans hneigðist
þá þegar til sæfara og rannsókna.
Sumarið 1882 tekur hann sér far
meðl selveiðaskipinu Viking til
Grænlandshafa og byrjar þá rann-
sóknarstörf sín. Þegar heim kom,
fær hann lítilfjörlega stöðu sem
aðstoðarmaður við náttúrufræði-
safnið í Bergen. Stundar hann nú
nám sitt í kyrrþey næstu ár og
vissu fáir, hvað honum leið. Sum-
arið 1886 fær hann að dvelja um
stund við dýrafræðirannsóknar-
stöðina í Neapel og lýkur þar við
rit, er hann hafði í smíðum um
gerð og samband vefjaj í mænu-
kerfi dýra, og kom það rit út í
Bergen árið eftir. Varði hann það
til doktorsnafnbótar við háskólann
í Osló og lauk doktorsprófinu með
mikilli sæmd 1887. Hafði hann þá
og ritað margt annað merkilegt
um uppgötvanir sínar í náttúru-
fræðum, og þótti þá þegar einn af
efnilegustu vísindamönnum Norð-
manna.
En þetta sama ár fer Nansen að
búa út hinn mikla leiðangur sinn
þvert yfir ísbreiðu Grænlands.
Tók hann með í þann leiðangur
þá Otto Sverdrup, Deetricsen,
Trana og tvo Lappa. 1888 lagði
leiðangurinn af stað frá Leithjkom
við hér á íslandi, og fóru þeirfé-
lagar hér um borð í selveiðaskip,
er flutti þá til Austur-Grænlands.
16. ág. byrjuðu þeir að klifa inn-
landsísinn í ægilegum stormum
og kulda; 5. sept. eru þeir komnir
upp á hájökulbunguna í 8920 feta
hæð, og 28. sept. eru þeir komnir
ofan í Ameralikfjörðinn á vest-
urströndinni. Vetursetu höfðu þeir
í Godthaab, og þar viðaði Nansen
að sér merkilegu efni í rit sitt
Eskimo Life, sem útkom í London
1893. Leiðangurinn hélt heim í
maí 1889, og ritaði Nansen um ár-
angur fararinnar í ýms vísindarit
víðsvegar um heim. Gerðist hann
nú við heimkomu sína umsjónar-
maður náttúrufræðisafns háskól-
ans í Osk), og gekk að eiga heit-