Dvöl - 01.01.1938, Page 63
D V ö L
57
hafði verið að tæta milli fingranna,
ofan á kassann í vagninum.
Hinir héldu, að hann gerði
þetta henni til háðungar, en á svip
hans var aðeins þreytu að sjá.
Herferðin var næstum því á enda,
allt, sem skemmtun gat verið að,
löngu eyðilagt, allar nauðsynjar
vöntuðu. . . . Hvenær hafði nokk-
ur þeirra dreypt á góðu víni upp
á síðkastið, eða bragðað nýtt kjöt?
Og falleg, fjörug stúlka hefði jafn-
gilt þunga sínum í gulli.
Gamla konan haltraði áfram eft-
ir Krakow-veginum meðfram
Vistula og dró ýmist æki sitt eða
ýtti því á undan sér. Himininn var
ljósblár, skýhnoðrarnir líktust litl-
um blómum. Hálfvisnir runnar
sveigðust niður á straumiðu fljóts-
ins. Gamla konan var að gefast
upp Hún var svo gömul, svo
þjáð, og svo þessi sífelldi kvíði,
æ, þetta var næstum ofraun fyrir
vesala, aldurhnigna konu.
Hún mundi víst aldrei ná klaustr-
inu á hæðinni. . . . Æ, en hún
þráði það, átti hún að gefast upp
nú, eftir þessar mörgu vikur?
Dað var nú meira lánið, að hún
skyldi komast frá þessum þorp-
urum .... Guð hlýtur að líta í náð
sinni til gamallar, örvasa konu.
„Lofað veri hans heilaga nafn“.
Hún signdi sig.
En hana verkjaðj í alla limi lík-
amans, beiskur vökvi fyllti munn
hennar, hún fékk glýju í augun,
hjartað sló hægt en þungt, eins
og það ætlaði að springa í þessu
brjósti, er nú var sem innantómt.
. . . Hún hallaði sér fram móti
þunga vagnsins, mjakaðist áfram
eftir Krakow-veginum með mikl-
um erfiðismunum. Hún náði litla
aldingarðinum fyrir neðan kirkju-
garðinn, leit upp til hinnar ein-
manalegu kapellu klaustursins
(hermennirnir höfðu virt nunn-
urnar, af hvaða ástæðum sem það
var)og sagði við sjálfa sig: „Eg
get ekki gengið lengra“.
ósléttar hendur hennar leystu
böndin utan af kistunni á vagn-
inum, og með varúð lyfti hún
lokinu eftir að hafa litið fljótt í
kringum sig. Fjörleg, ung stúlka,
hvít og þrifleg eins og tamin kan-
ína, settist upp. Hún hélt á klút
fyrir vitunum, vættum í ediki, til
þess að deyfa óþef þann, sem
lagði af dauðum rottum við fætur
hennar. Hún stóð stirðlega á fæt-
ur og geispaði. Hið nýja loft var
unaðslegt. Allt frá þeim tíma, er
hermennirnir komu til Klatz, hafði
hún verið falin í eldhússkáp, fyr-
ir hinum gráðugu og ásælnu aug-
um þeirra. Að vísu lifað á sæl-
gæti, en samt í eldhússkáp. —
Gamla konan kastaði rottunum
burt og hné örmagna niður. Hún
starði á dótturbarn sitt með stæri-
læti og þeirri óframfærni, er kær-
leikanum fylgir.
„Hlustaðu á, Elísabet mín, ég
hefi frelsað þig .Guði sé lof og
dýrð. Hermönnunum er ókunnugt
um þig, en ég er búin að vera,