Dvöl - 01.01.1938, Síða 66
60
D V ö L
liðnum vetri í tilefni af afmælinu.
Meðal annars flutti landi vor, pró-
fessor Sveinbjörn Johnson, sem
er prófessor í lögum við Illionis-
háskólann og lögfræðilegur ráðu-
nautur hans, fyrirlestur um sam-
anburð á forngrískri og norrænni
heimspeki (lífspeki), og prófessor
George T. Flom, forseti norrænu-
deildar háskólans, fyrirlestur um
norræna goðafræði.
Skal þá í stuttu máli horfið að
sögu félagsins o;g starfi, einkum
þeirri hliðinni, sem að íslandi
snýr. Markmið félagsins er
að efla áhuga á bókmenntum
Norðurlanda og kynni af hlut-
deild þeirra í vísindum og mennt-
un (education). Félagsmenn eru
kennarar háskólans í þeim fræð-
um og skyldum fræðigreinum,
framhaldsnemendur í Norður-
landamálum og bókmenntum, og
aðrir þeir, sem leggja rækt við
þær menntir. Sést það ljóslega af
félagatalinu í bæklingnum, sem
grein þessi byggist á (H e i m s-
kringla, Commemorative Book-
let, 1911—1937, Urban, Illionis,
1937), að það er orðinn álitlegur
hópur manna, sem verið hafa í
„Heimskringlu“ um lengra eða
skemmra skeið á liðnum aldar-
fjórðungi, og eru eigi allfáir
þeirra víðkunnir fræðimenn og
háskólakennarar í Vesturheimi.
Starfræksla félagsins er jafnað-
arlega með þeim hætti, að félag-
ar koma einu sinni saman á mán-
uði? á tímabilinu október til maí.
hlýða ásamt gestum sínum á fyr-
irlestur um eitthvert það efni,
sem er í anda stefnuskrár félags-
ins, er einhver úr þeirra hópi flyt-
ur, eða aðkomandi fræðimaður,
þegar svo ber vel í veiði. S)'nir
hin prentaða skýrsla félagsins, að
fyrirlestrar þeir, sem fluttir hafa
verið á fundum þess á liðnum
tuttugu og fimm árum, hafa verið
bæði fjölbreyttir að innihaldi og
girnilegir til fróðleiks. Peir hafa
fjallað um Norðurlandaþjóðir að
fornu og nýju, tungu þeirra,
sögu og menningu, bókmenntir
þeirra og listir, um Ameríkufund
norrænna manna, og um Norður-
landabúa í ,Vesturheimi.
Og ísland hefir sannarlega ekki
orðið útundan, enda kafnaði
,,Heimskringla“ illa undir nafni,
ef svo hefði verið. Hafa tuttugu
fyrirlestrar félagsmanna verið um
íslenzk efni að öllu eða einhverju
leyti. Prófessor G. T. Flom, sem
fyrr var nefndur, en hann er
Norðmaður að ætt og uppruna
og kunnur málfræðingur, hefir á
fundum félagsins lagt drj :gan
skerf til fræðslustarfa/ í vora þágu
með mörgum fyrirlestrum um
fornrit vor, sérstaklega um Eddu-
kvæðin. Og dr. Flom mun hafa
átt einna mestan þátt í stofnun
„Heimskringlu“, því að stofnfund-
ur hennar var haldinn á heimili
hans; hefir hann einnig til þessa
dags verið ein helzta máttarstoð
félagsskaparins.
Síðan prófessor Sveinbjörn