Dvöl - 01.01.1938, Page 73
D VOL
67
r
Merkur Islendingur
Við að lesa greinar þeirra prest-
anna, Rögnvalds Péturssonar og
Péturs Hjálmarssonar, í nýkominni
Heimskringlu, í tilefni afgullbrúð-
kaupi hjónanna, Kristjáns Jóns-
sonar frá Sveinatungu (síðar í Bæ)
og konu hans, Guðrúnar Davíðs-
dóttur frá Fornahvammi, þá rifj-
ast upp fyrir mér yndislega bjart-
ur dagur, sem ég dvaldi eitt sinn
á heimili þeirra. Borgarstæðið í
Duluth í Minnesotaríkinu, þarsem
þessi góðu hjón hafa átt heima
nær því alltaf síðan þau fóru vest-
ur um haf árið 1886 (þá tæpl.þrí-
tug að aldri), mun vera það jafn-
fegursta borgarstæði, sem ég hefi
séð.
Ég hafði ferðast alllengi eftir
uiarflatri og tilbreytingalítilli slétt-
unni frá fjöllunum fögru í vestur-
att og þangað, sem
.iðustrið stóð opið sem hurðarlaust
hlið
* himin og víðlendið inn“.
Yfir inörg hundruð mílna veg
hafði leiðin legið, þar
i.landið var útlits sem endalaust borð,
allt órifið, kvistlaust og vænt,
sem Náttúran hefði ögn hallað á röð
°g heflað og málað svo grænt“.
En allt í cinu rann járnbrautar-
lestin inn á stöðina í Duluth. Par
var áfangastaðurinn ákveðinn
þann daginn. Og þegar urn var lit-
ast, var komið nýtt umhverfi. Hér
voru allháar, skógivaxnar hlíðar,
móti suðri,með giljum, hamrabelt-
um og hvömmum, er breiddust
móti vorsólinni, sem skein á heið-
urn himninum. Milli fagurra
bygginga lágu hrein og góð stræti
og stígar, eftir hamrasillum
°g gljúfraskorningum, og innan
um yndislega runna og annan trjá-
gróður. En frammundan, undir
sól að sjá, speglaðist stórvatnið
(Lake Superior) sem hafsjór, glitr-
andi og gáralaust í vorblíðunni.
Duluth er al-amerísk borg og
stórborg á okkar mælikvarða. Ör-
fáir íslendingar eiga þar heima.
En úti í jaðri fegursta hluta henn-
ar, Hunters-park dalnum, vissi ég
að bjó æskuvinur og nágranni for-
eldra minna frá því að hann átti
heima að Bæ í Borgarfirði. Pað
gekk greiðlega að finna hann, því
að allir Dr.iuth-búar kannast við
Kristján Jónsson og lífsstarf hans
þar í borg. Að íslandi ólöstuðu
er varla hægt að hugsa sér meiri
mun á starfi og þægindum heldur
en Kristjáns, þegar borið er sam-
an starf hans hér heima, sem oft
var það að fylgja mönnum í hríð
og allskonar veðrum norður yfir
veglitla Holtavörðuheiði og að