Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 80
74
D V ö L
til barnanna: sögur, leikrit, Ijóð, fræði-
greinar o. fl. Ritstj. hefir reynzt mjög
smekkvís á efni og málsmeðferð. Með
J>ví allra bezta, sem biaðið hefir
flutt, eru leikrit og ljóð ritstj. Þau
hafa vakið mikla og óskipta gleði
lesenda.
Það væri vel, ef tíu ára ritstjórnar-
afmælis M. J. væri minnzt á pann hátt,
að gefa út í einni bók öll ljóð og
leikrit, sem hún hefir samið fyrir börn.
Við, starfssystkini Margrétar, mynd-
um verða þakklát fyrir slíka bók,
eins og við líka þökkum henni tíu
ára ritstjórn hennajr í þágu bamanna.
Ingimar Jóhannesson
Srnásögur.
Sœld og syndir heitir bók, er út
kom fyrir nokkru. Eru í henni sjö
smásögur eftir Jakob Thorarensen
* skáld. Bókin kostar kr. 4,50, óbundin,
og er lesmálið nokkru minna í henni
en einu hefti Dvalar.
Þessi bók virðist, eftir ritdómum
í blöðum og tímaritum að dæma, vera
talsvert mikill fengur bókmenntum
vorum. Er það gott dæmi um, hve fá-
tækir við erum af islenzkum smásög-
um. Það er reyndar ekkert óeðlilegt,
að íslenzkir höfundar yfirleitt standi
að baki allra beztu höfundum stór-
þjóðanna, er máske mikinn hluta
æfinnar gera ekki annað en skrifa
sögur, og lifa af því við ágæt kjör.
Flestar íslenzkar smásögur, sem Dvöl
verður vör við, standa líka langt. að
baki, hvað list snertir, því bezta, sém
er að finna í úrvalssöfnum margra
helztu lieimsskáldanna. En öðru máli
er að gegna með bundna málið, þar
virðast Islendingar standa hlutfalls-
lega miklu framar, en í óbundnu máli.
Og það verður að segja um „Sæld og
syndir“ Jakobs Thorarensen, að fram-
ar þeim standa ýmsar hans ágætu smá-
sögur, sem hann hefir fellt í bundið
mál, svo sem „Eldabuskan", „Hrossa-
Dóra“ o. fl.
„Sæld og syndir“ eru islenzkar sög-
ur, heldur stirðlega skrifaðar, margt
skynsamlega sagt í þeirn, en þær fara
nokkuð mikið troðnar slóðir, og af
leikandi list er þar lítið að finná,
Það er ekki ósennilegt, að þessar smá-
sögur nái þó talsverðum vinsældum,
einkum hjá þeim, sem ekki kæra sig
um að fara víða, né láta hugann svífa
mikið út fyrir hreppinn eða kaup-
túnið, þar sem þeir eiga heima.
V. G.
Grímu,
tímarit fyrir íslenzk, þjóðleg fræði,
12. árg., hefir Dvöl nýlega meðtekið.
Ritstjórar Qrímu eru þeir Jónas Rafn-
ar og Þorsteinn M. Jónsson á Akur-
eyri. I þessum árgangi cru aðallega
Þáttur af Rifs-Jóku, eftir Bordamín
Sigvaldason þjóðsagnaritara og Vilia
á öræfum, eftir Pálma Hannesson rekt-
or. Einnig eru nokkrar smá-sagnir úr
V.-Húnavatnssýslu, skráðar af Friðrik
Á. Brekkan, og fáeinar fleiri stuttar
greinar.
Þeir, sem unna sérstaklega íslenzk-
um sögnum og fróðleik, halda eink-
um upp á Grímu, enda er hún þeim
ætluð. Gríma bjargar líka mörgumark-
yerðu frá gleymsku,