Dvöl - 01.01.1938, Side 81
D V ö h
75
Nýjar bækur á Norðurlandamálum
Á síðasta ári — einkum siðastliðið
haust og fyrri hluta vetrar — hefir
komið út 'fjöldi góðra og læsilegra
bóka á Norðurlandamálum. „Dvöl“
hefir frá öndverðu haft það markmið,
að benda fólki á góðarbækur, innlend-
ar og erlendar. Að þessu sinni verða
nefndar nokkrar bækur á Norður-
landamálum, einkum di'nsku, en síðar
verður væntanlega getið nokkurra
sænskra bóka.
Grein eins og þessa ber ekki að
skoða sem ritdóma þeirra bóka, sem
nefndar eru. Hún er aðeins skrifuð
til þess að vekja athygli manna á bók-
um, sem fyrir einhverra hluta sakir
má telja merkilegar, og ætla má, að
ýmsa fýsi að lesa.
En Trediedel af Verden nefnir
danski blaðamaðurinn, Sven Tillffe
Rasmussen, ferðabók sína frá Manc-
iuco, Japan og Kína, en um þau lönd
ferðaðist hann sumarið 1936. Petta er
stór bók, prentuð á vandaðan panpír
°g myndum prýdd. Hún skiptist í all-
fnarga sjálfstæða kafla, sem gefa furðu
greið svör við ýmsum þeim spurning-
um, sem nú liggja á vörum fólks, við-
komandi ástandinu þar eystra. öllum,
sem gaman hafa af ferðabókum, er
fessi bók vafalaust kærkomið lestr-
urefni. Og eins og nú hagar til, þegar
örlagaríkt stríð geisar í þessum hluta
heims, þá inun margan fýsa að auka
Imkkingu sína á málum, mönnum og
viðhorfum þar austur frá. Og það má
óhætt fullyrða, að þegar lokið er lestri
þessarar bókar, þá eru menn niargs
fróðari um líf, siðu og háttu Kínverja
og Japana, en þeir áður voru.
Aðra ferðabók iná nefna hér um
leið. Það er Med Treaarselcspeditio-
nen til Chr. X. Land. Ritstj.: Gunnar
Thorson. Pessi bók segir frá leið-
angri Lauge Koch til Grænlands árið
1931, dvöl og starfi vísindamann-
anna þar. Bókin skiptist í sextán kafla,
sem skrifaðir eru af tólf vísindamönn-
um, er þátt tóku í förinni. Hún er
hin fróðlegasta og gefur góða hug-
mynd um, hver árangur hafi orðið
af þessari för.
Odd Hölaas heitir ungur Norðmað-
sem dvalið hefir f Bandarikjunum og
kynnt sé.r kjör negranna þar. Nú hefir
hann skrifað bók um þetta efni, er
nefnist Nederst ved Bordet. — Bók
þessi er engan veginn þurr skýrsla
um tölu negra í Bandaríkjunum, at-
vinnu, tekjur o. s. frv., lieldur er þetta
ljós og greið frásögn manns, sem kann
að segja frá og hefir einlæga samúð
með þessum olnbogabömum. — Staða
negranna og framtíð er næsta merki-
legt mál — hvað bíður eiginlega þess-
ara fyrirlitnu vesalinga, sem ekki er
litið á eins og menn? Hver er afstaða
þeirra til þjóðfélagsins? Þessara og
líkra spurninga spyrja menn oft. Bók