Dvöl - 01.01.1938, Síða 82
76
D V 0 L
eins og þessi er þvi mörgum kærkom-
in. — „Dvöl“ hefir áður nokkuð lagt
til þessara máia, þar sem er grein
Ásgeirs Ásgeirssonar fræðslumálastj.
í 4. árg. „Dvalar“.
Martin Andersen Nexö, sem getið
er á öðrum stað hér í þessu hefti,
er nú að skrifa endurminningar sín-
ar. Fyrsta bókin hét Et lille Krœ, og
fjallaði um bernskuárin! í Kaupmanna-
höfn. Næsta bók, Under aaben Him-
mel, skýrði frá fyrstu árum höfundar-
ins á Bomhólmi. Þriðja bókin, For Lud
og koldt Vand, kom út í nóvember
siðast liðnum. Þar heldur áfram að
skýra frá dvölinni á Bomhólmi. Frá-
sagnarlist og tækni Nexö bera bók-
ina uppi. Fyrst kemur höfundur okkur
fyrir sjónir sem smaladrengur og síð-
an sem skósmiðanemi. Hann tekur þátt
í félagsskap verkamanna í Kaup-
mannahöfn, og skoðanir hans á þjóðfé-
lagsmálum mótast verulega af því.
Það má og nefna það hér, að landi
Nexö, Nobelsverðlaunaskáldið Henrik
Pontoppidan, sem „Dvöl“ hefir áður
kýnnt lesendum sínum, er einn-
ig að skrifa endurminningar sínar, þótt
ekkert hafi við þær bætzt á fyrra ári.
Tvær bækur vom áður út koinnar:
Drengeaar, bemskuminningar skálds-
ins frá Randers, og Hamskifte, end-
urminningar og æfintýri úr Kaup-
mannahafnarlifinu á sjöunda áratugi
síðustu aldar.
Þá hefir Hermann Wildenvey, hið
afar vinsæla norska ljóðskáld, sent
frá sér endurminniingar sinar, sem
hann nefnir Vingehesten og Verden.
Skáldið segir frá bemsku sinni á hinu
þröngtrúaða heimili föður síns, skóla-
göngu, blaðamennsku, æskuvonum,
fyrstu tilraununum til landnáms í
heimi ljóðlistarinnar, Ameríkuför og
heimkomu. Bókin er prýðilega
skemmtileg aflestrar og kynnir okk-
ur hinn ljóðræna höfund.
Um þessar endurminningar, sem hér
hefir lítillega verið drepið á, má segja
það, að auk þess, sem þær eru
skemmtilegt lestrarefni og skýra frá
liðnum tímum, sem ekki koma aftur,
þá eru þær ómetanlegar öllum þeim,
er unna þessum skáldum, lesa verk
þeirra og vilja kynnast þróunarferli
þeirra allt frá byrjun. Enda eru bæk-
ur þessar vinsæla'r í bezta lagi.
Baronesse Blixen, sem ýrnsir íslenzk-
ir lesendur kannast við undir dulnefn-
inu Isak Dinesen, hefir skrifað nýja
bók, Den afrikanske Farm. Hún skipt-
ir bókinni í fimm kafla: Kamante og
Lulu — Et Vaadeskuds Historie —
Gæster paa Farmen — Af en Emi-
grants Dagbog — Farvel til Farmen.
— Þessi bók er skrifuð af ótvíræðri
snilld og hefir hlotið ágætar viðtökur.
Danskir ritdómarar ljúka yfirleitt upp
einum munni til þess að lofa hana,
og viðtökur lesenda hafa verið með
ágætum. — Einum ritdómaranna far-
ast orð á þessa leið:
„Þegar lesnar hafa verið tíu linur
af bókinni, skýggnist maður eftir
næsta eyra og hvíslar í það: „Hlust-
aðu á þetta!“ Og þegar lestri bókar-