Dvöl - 01.10.1939, Page 3

Dvöl - 01.10.1939, Page 3
DYÖL 7. árg. 1939 4. hefti F'rakkinn Verðlaunasaga eftir Kolbein frá Strönd Ennþá einu sinni var Sigurður kominn til Reykjavíkur. Haustið var líka komið og síldin hætt að veiðast á Siglufirði, og Reykjavík beið eftir aurunum, sem kynnu að finnast í vösum þessa einkennilega fólks, sem eiginlega átti hvergi heima. í þetta skipti hafði hamingjan verið fremur hliðholl, og raunveru- lega var það nú svo með Sigurð Bjarnarson, að á vissan hátt var hann sparsemdarmaður, þó að hann hefði aldrei eignazt neitt, — fyrr en þá nú. Hún var því raunar alveg ný fyrir Sigurð, þessi öryggis- tilfinning, sem kemur af því að eiga fimm hundruð krónur í snotr- um bankaseðlum, vandlega geymd- ar í gömlu og slitnu veski, sem þó var ekki slitið af því, að í það hefðu komið svo miklir fjársjóðir um dag- ana. Sú var tíðin, að Sigurður Bjarn- arson hafði ekki hugsað mikið um öryggi, eða öryggisráðstafanir, hvorki fjárhagslega eða á annan hátt. En maður, sem orðinn er 38 ára gamall, er nú vanalega bú- inn að hlaupa af sér hornin, og hann getur þá heldur ekki horft með bjartsýni og andvaraleysi æskunnar á ófarinn veg. En fimm hundruð krónur eru þó alltaf fimm hundruð krónur, og þegar dagurinn er bjartur og mild- ur, og þegar þessum dularfulla lit- blæ haustsins slær á Esjuna og Akrafjall, ef horft er yfir höfnina og sjóinn, þá getur jafnvel þung- lamalegur og einmana 38 ára gam- all piparsveinn komizt í sæmilegt skap. Það hefir ef til vill verið þess vegna, að Sigurður Bjarnarson staðnæmdist fyrir framan glugga skraddarans þennan morgun. Hann hafði gengið þar framhjá nokkr- um sinnum áður og auglýsingin í glugganum hafði að sjálfsögðu verið lesin. Hugmyndin hafði virzt nokkuð sniðug í fyrstu, en siðar var hann þó búinn að ákveða með sjálfum sér, að það væri óþarfi, að það svaraði ekki kostnaði, og þar fram eftir götunum. Á þessum

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.