Dvöl - 01.10.1939, Side 6

Dvöl - 01.10.1939, Side 6
244 D VOL blá augu, — já, þau geta heldur ekki alltaf horft í sömu átt. Svo hafði það að minnsta kosti farið í þetta sinn. Það hafði svona hvað af öðru horfið og liðið með árun- um — allt nema frakkinn. Hann hafði víst verið dýrasta flíkin, sem Sigurður hafði keypt um dagana, þessi frakki. í sann- leika dálítið dýrari en pyngjan hafði stranglega leyft. Vafalaust hafði hann komizt í eigu Sigurðar á einu af þessum veiku augnablik- um, þegar jafnvægi fjármálanna gleymist, og ábyrgðarskyldan vegna komandi stundar fýkur út í veður og vind. En það var þó bót í máli, að varan hafði ekki verið svikin, hann hafði skýlt fyrir mörgum svölum gusti og hann hafði líka verið rétt metinn og vel með farinn. Sigurði var það löngu ljóst, að slíkan frakka mundi hann héðan af ekki eignast aftur. Og þannig var það, að þessi frakki var líka orðinn táknrænn í lífi Sigurðar. Hann hafði verið merki hinna björtu vona æskumannsins, vona um lystisemdir lífsins, eftirlæti og efnalegt frjálsræði. En það hafði víst farið um vonirnar þær svipað og frakkann; þær voru orðnar gamlar og snjáðar. Til allrar hamingju héldu dag- arnir áfram að vera mildir og þið- ir, og þó að menn kannske gengju yfirleitt I yfirhöfnum og þyrftu þess með, þá gat Sigurður Bjarnar- son ósköp vel komizt af. Hann var heldur ekki sá maður, sem stund- aði göturnar að þarflausu að jafn- aði, og hann fór sjaldan út á kvöld- in. Og svo kom fimmtudagurinn, eins og hver annar fimmtudagur, að þessu eina undanskildu. Enn var þó ekki sýnt, hvernig fyrirtækið myndi lánast, því að það er dálítið erfitt fyrir ófaglærðan mann að átta sig á jafn vanburða hálfsmíð og þræddri flík. Það var því ekki alveg óttalaust, að Sigurður beið eftir laugardagskvöldinu. Sá ótti átti þó eftir að hverfa eins og ský fyrir vindi, og þegar skraddarinn var búinn að hneppa að Sigurði frakkann og hann stóð og strauk höndunum niður eftir mjúkum, ó- slitnum og jafnlitum boðungunum, þá varð hann þess loks fullkomlega viss, að hann hafði ekki verið svik- inn, og að það sem hann hafði gert, var rétt. Og svo kom það, sem næstum því alltaf hlýtur að koma þegar svipað stendur á, og sem ætíð er ofurlítið brot af kraftaverki. Hin gamla flík hafði allt í einu fengið þennan merkilega töframátt nýrra fata: að lyfta þeim, sem þau ber, upp i nokkurs konar æðra veldi, að gefa manninum meiri trú á sjálfan sig, lífið og tilveruna. — Já, „mikið er skraddarans pund“. Að vísu gerði Sigurður sér ekki grein fyrir því, á þennan hátt. En hvað um það. Maðurinn, sem kom út úr búðinni, var áreiðanlega ekki sá sami maður og inn hafði gengið fyrir nokkrum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.