Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 7
245
D VÖL
mínútum. Hann bar höfuðið dálítið
hærra, það var líka eins og göngu-
lagið væri svolítið auðveldara og
léttara og brjóstkassinn eilítið
fyllri og þandari, — í stuttu máli,
hann var nokkrum árum yngri. —
Svo hélt hann niður í bæinn.
Hann þrammaði eftir Austur-
stræti og hann var af og til að
gefa gluggunum gætur, þessum
stóru og voldugu gluggum, sem
hafa þetta merkilega, tvöfalda
hlutverk, að segja þér, hvernig þú
gætir verið klæddur, ef þú keyptir
eitthvað af því, sem innifyrir er,
og svo hitt, hvernig þú ert klæddur,
með því að endurspegla þig í fullri
stærð í sínum fægðu rúðum.
Og þá var það að Sigurður sá að
hatturinn hans var gamall og lú-
inn. Einkennilegt hvað það var allt
í einu áberandi og eiginlega óþol-
andi. En auðvitað var það frakk-
inn. Hreinn og vel sniðinn frakki
þolir ekki gamlan og barðabældan
hatt. Sigurður keypti sér því nýjan
hatt án frekari umhugsunar. Það
sem á annarri stund hefði verið at-
hugað af mestu varfærni, og að
þeirri athugun lokinni sennilega
ekki framkvæmt, varð nú á augna-
bliki sjálfsagður hlutur. Þegar svo
ber við, er sjaldan ein báran stök,
og þess vegna flaut líka spengilegur
göngustafur með í kaupin.
Nú mátti segja, að listaverkið
væri fullkomið. Þessi vel búni
maður, sem gekk eftir götunni,
hefði í fljótu bragði getað verið vel
efnaður borgari, sem ekki þekkti
áhyggjur komandi dags. Og þó, —
ef betur var að gáð. Það var eigin-
lega dálítið sorglegt og vafalaust
hefir það verið sök skraddarans, —
vasinn, þessi vasi, sem jafnan ligg-
ur ofarlega á barminum vinstra
megin, — hann var ekki vinstra
megin, hann var hægra megin.
Sigurður Bjarnarson hafði ekki
tekið eftir því.
„Hvað, er það ekki Sigurður? Að
mér heilum og lifandi. Sæll og
blessaður“.
„Komdu sæll.“
„Og má ég kynna ykkur, drengir,
Gunnar Ólafsson og minn gamli
vinur Sigurður — uhm.“
„Bjarnarson," bætti Sigurður við.
„Já, auðvitað, Sigurður Bjarnar-
son, það er eins og þegar maður
leitar að gleraugunum og hefir þau
svo á nefinu.“ Maðurinn hló hjart-
anlega og Sigurður brosti líka.
„Ég var einmitt að segja Gunn-
ari vini minum frá þér í dag og
þeim gömlu góðu dögum. En
hvert er ferðinni heitið, ha? Þú lít-
ur út eins og grósseri, Sigurður. —
En heyrðu, við erum að fara á
Borg, klukkan bráðum sjö og gæs-
in bíður. Þú kemur með, upp á
gamlan kunningsskap, ha?“
Maðurinn beið ekki svars. Hann
stakk hendinni kumpánlega í
handarkrika Sigurðar og allir þrír
voru komnir af stað áður en Sig-
urður vissi af.
Því bar ekki að neita, að þessar
vinsamlegu kveðjur og boð komu
Sigurði dálítið á óvænt. Hann