Dvöl - 01.10.1939, Side 11
D VÖL
249
„Látið þið mig vera, — lofið mér
að komast út,“ sagði hann og
hrökklaðist til dyranna.
Úti var stormur, og krapaél
gengu af og til yfir bæinn. Sigurð-
ur skjögraði stefnulaust út í nátt-
myrkrið. Óhnepptur frakkinn
barðist fyrir vindinum til beggja
handa. Ein vindstrokan tók hatt-
inn. Hvað eftir annað var hann
nærri kominn á hausinn. Bílar
þutu framhjá í hársbreiddar fjar-
lægð. Hann skeytti því engu. Það
var svalandi að láta storminn og
krapann lemja andlitið — það
gerði ekkert til, hvert hann fór.
Að lokum var hann kominn nið-
ur að sjó. Gráar og dökkar öldur
slettust um bryggjur og steina, þar
úti í náttmyrkrinu. Sigurður var
þreyttur. Höfuðið var þungt og
tómt og einhver slappleiki fyrir
brjóstinu. — Slitur úr gamalli troll-
nót lá í hrúgu á sjávarbakkanum.
Hún var gegndrepa af rigningunni.
Hann fleygði sér niður á dyngjuna
án frekari athugunar á hægindinu.
Hann sat þarna um stund án
þess að hugsa um nokkurn skapað-
an hlut. Bráðlega fór þó tilveran
að skýrast fyrir honum. Hann
kannaðist við hússkrokkana og
hálffúna timburbryggjuna, sem
teygði sig þar rétt hjá honum út í
náttmyrkrið og öldugjálfrið. Það
var síður en svo, að staðurinn væri
hugðnæmur, sízt á þessum tíma
sólarhrings. — En sjávarloftið var
þó hressandi.
Hugsanirnar urðu nú skýrari og
skipulegri með hverju augnabliki
sem leið, en með því kom gremjan
og meðvitundin um þann skaða og
skapraun, sem hann hafði orðið
fyrir. — Og hvernig stóð á þessu
öllu saman? — Hver var eiginlega
orsökin fyrir þvi, að hann hafði
lent í þessari forsmán? — Var það
nokkuð annað en þessi frakki, sem
nú lá þungur og blautur yfir
herðar hans. — Pínn frakki ha, —
einn af þessum nýmóðins, með vas-
ann hægra megin. Hann þreif í
blautt frakkalafið og sletti því
fyrirlitlega til hliðar. Þessi falska
flík, sem öll var slitin og núin og
upplituð að innan, og nú forug og
blaut að utan. — Hvers virði var
hún nú? Jú, minning um forsmán
og skaða. Eða áminning. — Eða
loks ekki neitt, — ekki til. — Á
sama augnabliki hafði Sigurður
tekið ákvörðun. Hann skyldi eyði-
leggja frakkann. Hann skyldi
kasta honum í sjóinn.
Sigurður klöngraðist á fætur og
reif af sér frakkann. Rennblautt
hárið flaksaðist í rigningunni og
storminum. Hann var ennþá ó-
styrkur á fótunum. Bryggjan var
slorug og blaut. Fremst á bryggju-
sporðinum hóf hann upp frakkann,
sem hann hafði hálfdregið á eftir
sér. —
Skörp vindkviða með dimmu éli
þaut yfir höfnina og bæinn. —
Maður, sem gekk eftir götunni,
stanzaði snöggvast eins og hann
væri að hlusta, svo hélt hann
áfram. Misheyrn, hugsaði hann og
vafði þéttar að sér yfirhöfnina.
Kveinið í storminum.------------