Dvöl - 01.10.1939, Page 13

Dvöl - 01.10.1939, Page 13
D VÖL 251 Islenzka sveitastúlkan Eftir Sigrurjón frá Þorgeirsstöðum Sigurjón Jónsson I. Það var á góunni. Suðrænir vindar höfðu brætt fannir vetrarins af lyngbreiðum dalsins. Við gengum tvö hlið við hlið í sólskininu og tíndum stör og bragðgóð krækiber, sem frosið höfðu á haustnóttum og geymzt undir snjónum. Hún fór mjúkum höndum um hið brúna lyng — eins og það væri vinur hennar. Og tal hennar allt gaf til kynna, að hún elskaði sveit- ir landsins og þann gróður, sem þar dafnar. Mér þótti næstum barnalegt þetta dálæti — þessi náttúrudýrk- un. Ég ólst upp við miskunnarleysi og snjókynngi langra afdalavetra. Og þó að ég hefði á ýmsum augna- blikum orðið heillaður af tign og töfrum landsins, þá hafði ég samt oftar haft ímugust á kulda þess og hrikaleik. Ég sagði vinstúlku minni það. Hún brosti. í hennar augum hafði landið annan svip — þar varð allt lífrænt og aðlaðandi. Hún hafði lifað sig inn í sál blómanna, fundið vináttu fjallanna, skildi yndisleik sveit- anna og alla þá auðlegð, sem þar leyndist í lifandi og dauðu. Og hún ætlaði að vinna að því að fjölga gróðurreitunum — hlúa að lífinu í íslenzkum sveitum. Örlögin hafa stefnt störfum hennar að öðrum verkefnum held- ur en þeim, sem hana dreymdi um. En hún er sama náttúrubarnið, þegar hún skrifar á heilsuhæli nokkrum árum seinna: „.... ég veit samt, að lif okkar hér, hvort sem það verður stutt eða langt, endar ekki í kistum. En ég vil ekki láta brenna mig, held- ur leggjast í mjúka og hlýja mold- ina.....“

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.