Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 15
D VÖL
253
vera vel til fara, hún er kát og
skemmtileg og kann vel við sig í
hópi glaðværra jafningja. Hún er
vinnandi og vinnugefin — hefir
þegar í bernsku vanizt vinnunni.
Og hún yfirgefur sveitina ekki
vegna þess, að hún sé að forðast
störf og sækjast eftir hóglífi. En
tekjurýrt sveitabúið hefir í kaup-
greiðslu ekki getað staðizt sam-
keppni við verðbólgu kaupstað-
anna.
Sveitastúlkan hefir lent þar, sem
boðin voru betri kjör, hærra kaup.
Til þess þurfti ekki hégómaskap,
heldur sjálfsbjargarviðleitni. Hún
er önnum kafin í hinum nýja jarð-
vegi. En óneitanlega nýtur hún þar
margs, sem hún þekkti ekki áður.
Fyrir laun sín klófestir hún eitt-
hvað af eftirsóttum gæðum þessa
heims — og hver krónan er fljót
að hverfa í súginn.
Flutningur sveitastúlkunnar til
kaupstaðanna hefir sjaldan verið
með öllu sársaukalaus, en þó að
hún bryti brýr að baki sér og bær-
ist með straumnum, verður það
ekki reiknað henni til syndar, því
að þrátt fyrir allt hefði það oft
beinlínis verið skortur á þreki og
manndómi, ef hún hefði ekki brot-
izt úr torfbæjum — frá einangrun
og basli til ríkara lífs. Ef um sök
er að ræða, er hennar að leita til
þjóðfélagsins, sem í þessu efni hef-
ir þá leikið hlutverk flagarans! —
Sveitastúlkan hefir stundum kom-
ið heim í sveitina aftur — oftast
sem farfugl — með litaðar varir,
málaðar augabrúnir, lakkaðar
neglur, liðað hár, tepruleg í hreyf-
ingum með gjallhauga púðursins
á nefi og vöngum.
Hún hefir kallað tilgerðarlega
„Guðmundur minn“ eða„almáttug-
ur“ við þau tækifæri, sem móðirin
og ömmurnar hefðu stunið: „Jesús
minn!“
Og hún hefir ef til vill talað um
dásemdir kaupstaðanna, bíó og
dansleiki og býsnazt yfir því, að
fólk skyldi geta lifað í sveitunum:
„Oju — bara!!“
Á hana hefir verið horft og á
hana hefir verið hlustað með
heilagri vandlætingu, gremju, og
stundum jafnvel með — ofboðlít-
illi öfund!
Orð hennar hafa verið vegin og
dæmd af miskunnarlausri gagn-
rýni. Gikkshætti hennar hefir ver-
ið haldið á lofti. En heildin verður
aldrei dæmd eftir slíkum dæmum.
í hópi íslenzku sveitastúlkunnar
eru dæmin fá um hugsunarlausa
lítilmennið, sem afneitar sveitinni,
moldinni, steinunum, blómunum,
þar sem hún lék sér barn.
Snyrtingu sveitastúlkunnar er
oft ábótavant. Það er eftiröpuð
menning, sem hún hefir ekki náð
fullu valdi á. En hún er orðin barn
sinna óska og í fjörlegu fasi hennar
er gustur af frjálsu lífi. Hún hefir
rofið ýmis gömul og ryðbrunnin
form.
Hún hefir kastað söðlinum út í
yztu myrkur, leggur hnakk á reið-
skjótann og hleypir frjáls og ör-