Dvöl - 01.10.1939, Page 16
254
D VÖL
ugg í sæti — en dragsítt reiðpilsið
hefir orðið að víkja fyrir pokabux-
um. Hún hefir mjög oft traðkað
á tilfinningum móðurinnar, sem
hefir fléttað hár og klæðist þjóð-
búningi við hátíðleg tækifæri. Á
herðar hennar skella ókvæðisorð
grárra siðvenja, enda hefir hún oft
teflt djarft, hampað eldinum, af-
skræmt tízkuna og farið um margt
út í öfgar.
En þrátt fyrir allt sitt fálm, allar
sínar skyssur, allar sínar vitleysur,
er hún nýtur brautryðjandi. Hún
er eins og svipvindur, sem myndar
gára á lygnu lóni. Hún hefir af
eldmóði sínum gefið sveitunum
nýjan anda, snöggar hreyfingar,
djarfar hugsanir, í stað kyrrstöðu
og kotungsháttar. Og sá blær mun
móta viðmót og viðhorf sveita-
stúlku framtíðarinnar.
Þau áhrif, sem flutzt hafa úr
kaupstöðunum út í dreifbýlið,
marka góð og djúp spor, þegar
jafnvægi hefir myndazt milli
þjóðlegrar og aðfenginnar menn-
ingar.
í íslenzku þjóðlífi er sveitastúlk-
an fulltrúi þeirra strauma. Hún er
stödd á vatnamótum. Hlutverk
hennar er að veita ólíkum elfum í
sama farveg, sætta gamlan og
nýjan sið, velja og hafna, bræða
úr því bezta heilsteypta menningu.
III.
í sveitum íslands hefir ekki að-
eins verið undanhald, heldur líka
sókn. Þar hafa mörg gömlu, þýfðu
túnin verið sléttuð, óræktir plægð-
ar, móum, mýrum og melum breytt
í tún og kartöfluakra. Bæirnir
myndarlega hýstir, sími lagður um
landið, ólgandi straumvötn brúuð.
Bifreiðar renna um nýja vegi, þar
sem áður fetuðu hægfara lestir
mjóa götuslóða. Aflið úr bæjar-
læknum lýsir og hitar mörg heim-
ili, og á bylgjum loftsins berst tal
og tónar til útvarpshlustenda í
dölum og fjörðum. Fjarlægðir hafa
horfið. Heimsmenningarinnar gæt-
ir inn í innstu afkima íslenzkra
sveita — ekki með brjálaðan hern-
aðaranda og drynjandi morðvélar,
heldur með tækni til þess að
drottna yfir frjómagni moldarinn-
ar og orku vatnsins, gera náttúr-
una örláta á auðæfi sín og útrýma
villimannlegri rányrkju. íslenzka
sveitastúlkan er alin upp við þetta
umrót. Umbætur sveitaheimilisins
hafa kostað óhemju starf, langa
vinnudaga, til verks hefir verið
gengið með samstilltum höndum,
sem ekki hafa alheimtað daglaun
að kvöldum. Handtök sveitastúlk-
unnar í þeim aflraunum hafa ekki
verið talin, en víst er, að þau eru
mörg.
Það má segja, að á leið þessarar
þróunar hafi sveitaheimilið eignazt
í víðtækri merkingu endurbætta
sál. Og þau hamskipti hafa ekki
sízt orðið sveitastúlkunni í vil. Hún
lifir nú við betri skilyrði en áður
til þess að þrífast í sínu umhverfi.
Og þess þekkjast ekki lengur dæmi,
að hún sé barin fyrir þá viðleitni