Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 17
D VÖL
255
að draga til stafs. Henni hafa verið
opnaðar leiðir til þess að sýna og
sanna andlega hæfileika sína og
svala meðfæddri þekkingarþrá. Og
í mörgum byggðum landsins hafa
héraðs- og alþýðuskólar verið reist-
ir. Þar stundar sveitastúlkan ó-
sjaldan bóklegt og verklegt nám.
Þaðan kemur hún víðsýnni, ríkari
af lífsþrótti, með aukna trú á fram-
tíðina — hæfari til þess að rækja
skyldurnar við þjóðfélagið í fyll-
ingu tímans, sem koma skal.
Og nú hefir hún fleiri leiðir en
áður til þess að sinna margvísleg-
um hugðarefnum í tómstundunum.
Hún þarf ekki að nærast á einhæfu
listsnauöu miðaldasálmarugli og
rímnarytjum. Hún nemur aðallega
ættjarðarkvæði og ástarljóð, les
helzt skáldsögur, en snertir minna
fræðirit. Þjóðmál hugsar hún lítið
um og trúmáladeilur lætur hún sig
engu skipta. En hún er ekki trú-
laus. Trú hennar er frjáls og ó-
formuð, ekki reist á sértrúarkredd-
um, heldur rödd hennar eigin sálar,
eða hljóður arfur frá guðhræddum
formæðrum, arfur, sem hefir
mýkzt og skírzt í deiglunni á leið
kynslóðanna til vaxandi hamingju
og mannréttinda.
Það er ef til vill ekki hægt að
segja, að sveitastúlkan sé róman-
tísk — þó að hún eigi drauma og
hugðarheima. Hún er ekki sólgin
í ilminn af fornaldarfrægð — en
gerir kröfur til lífsins eins og það
er og getur verið. Þó að margt hafi
verið skeggrætt um forna heimilis-
menningu í íslenzkum sveitum, þá
er samt mála sannast, að meira
hefir verið af henni látið heldur en
vert var. Fjöldi sveitaheimila hefir
lítið haft að bjóða æskunni, nema
mörg óunnin verkefni.
Hin óleystu störf eru að vísu enn
mörg og margþætt, en vaxandi
tækni hefir gert annir dagsins auð-
veldari viðfangs. Mismunandi árs-
tíðir mynda helztu breytingar á
störfum sveitastúlkunnar. Þá bein-
ast heimilisannirnar í nýja farvegi.
Og alstaðar gætir þar fingrafara
nútímans — tækninnar, sem eykur
hraðann og gerir kleift að auka af-
köstin og velmegun heimilanna^
þó að höndunum, sem verkin vinna,
fækki.
Störfin eru orðin vélræn — en
um leið tapa þau nokkru af þeim
persónulega blæ, sem áður bjó í
hverri lykkju og hverjum þráðar-
spotta.
í stað prjónanna er komin
prjónavél. Vefstóllinn hefir verið
sviptur voðum, kambarnir lagðir á
hilluna, en ullin er send í verk-
smiðjur, sem skila aftur dúkum
eða lopa. íslenzka sveitastúlkan
spinnur ekki eins fínt band og
amma hennar gerði, enda er rokk-
urinn henni ekki eins handgeng-
inn. Spunavélin er staðgengill
hans.
Skilningurinn á gildi sveitaheim-
ilanna hefir aukizt. Þau hafa hlotið
eldvígslu — og sigrað. Sá timi er
löngu liðinn, að sveitastjórnirnar
sendi fólk í útlegð til Vesturheims.