Dvöl - 01.10.1939, Síða 18
256
DVÖL
Og nú er ekki heldur horft með
kulda og skilningsleysi á flutning
þess frá framleiðslu sveitanna.
Augun hafa opnazt fyrir þýðingu
landbúnaðarins í vogarskál þjóð-
arhamingjunnar. Og þó að margt
hafi verið gert í landinu, er það
samt enn ónumið. Verðmætin, sem
búa í mold þess, eru að vísu torsótt.
Það þarf þrek og áræði, sókn á
brattann, til þess að seiða þau úr
órækt og þúfnakarga. Það kostar
erfiði og andvökur að fjölga býlum
í sveitum landsins. En það er hlut-
verk hinnar ungu, hraustu kyn-
slóðar, sem þar er að mótast. Á
þeim vettvangi bíður æskunnar
landnámið, þar á hún að vinna að
auknu jafnvægi i atvinnulífi þjóð-
arinnar, þar á hún að troða nýjar
slóðir, sanna þrótt sinn og hug-
sjónir, sá nýja akra. Þjóðfélagið
metur orðið hug æskunnar til þess
að nema lönd og réttir henni örv-
andi hönd.
En íslenzku sveitastúlkunnar bíða
erfiðleikar, þegar hún gengur út
í þá baráttu við hlið elskhugans.
Kona einyrkjans og landnemans
grefur ekki pund sitt í jörðu —
heldur ávaxtar það!
Við stefnu sveitastúlkunnar eru
festar stórar vonir. Aldrei hafa
hennar beðið margþættari tæki-
færi til þess að láta verkin tala.
Aldrei hafa glæsilegri verkefni ver-
ið lögð í hendur hennar, aldrei
stærri þjóðheillastörf.
Það er víst, að ekki stendur á
henni til viðnáms og viðreisnar.
Hún heyrir kall hins nýja tíma,
skilur skyldur sínar. Og um leið
skapar hún afkomendum sínum
góð uppeldisskilyrði við brjóst
landsins í skjóli vaxandi menning-
ar. Verk hennar eru og verða unn-
in í anda gróandans.
IV.
Það er sumarkvöld.
Ég er staddur á fallegum sveita-
bæ. Heimasætan kemur með tvær
tómar fötur úr bænum. Hún er ný-
komin af engjunum til þess að
mjólka kýrnar.
Ég heilsa með handabandi. Hönd
hennar er dálítið hrjúf eftir erfiði
dagsins, en þó mjúk. Handtak
hennar er þétt og þýtt.
Hún er sólbrennd og sælleg,
þreklega vaxin og dugnaðarlega.
í augum hennar er glettni og bros
á vörunum.
Hún er í þunnum, ermalausum
kjól, í hálfsokkum, á svörtum skóm,
sem einhver skóarinn hefir sniðið
úr gamalli bílslöngu.
Þykkt, hrokkið, hálfsítt hár
hrynur laust og óþvingað um brún-
an háls. Og milli lokkanna bólar á
lítinn fífukoll, sem laumazt hefir
óboðinn inn í paradís.
Við fylgjumst að upp á stöðulinn.
Þar úða kýrnar iðgrænt túngresið.
Meðan hún mjólkar, sit ég á steini
skammt frá og tala við hana. Hún
er skýr og ræðin. Hún hefir nokkur
kynni af straumum og stefnum,
sem uppi eru og helzt á dagskrá
— er samt hikandi og varfærin í