Dvöl - 01.10.1939, Síða 20

Dvöl - 01.10.1939, Síða 20
258 D VÖL Opinberun Eftir Rhys Davies I Dagsveitin var að hverfa frá vinnu sinni í kolanámunni. Lyftan skrölti troðfull upp í dagsljósið, spýtti einum hópnum úr sér og sneri tafarlaust niður aftur eftir öðrum. Þessir verkamenn í víngarði undirheimanna lögðu frá sér ljós- kerin, spenntu belti sín fastar og hristu sig í sólskininu. Nú voru þeir lausir úr prísundinni í bili og lögðu leið sína yfir hálsinn, í áttina til gráa, lágkúrulega þorpsins, sem breiddi úr sér niðri á dalbotninum. Þegar þeir gengu framhjá véla- húsinu, var kallað til eins námu- mannsins úr dyrunum. „Gomer Vaughan, viljið þér segja eitt orð við mig?“ Gomer gekk til mannsins, sem kallaði. „Búið þér ekki skammt frá hús- inu mínu, Vaughan? Vilduð þér nú ekki gera mér þann greiða, að, koma við heima hjá mér og segja kon- unni minni, að ég komi ekki heim fyrr en um áttaleytið í kvöld? Segið þér henni, að ég hafi ekki losnað úr vinnunni á venjulegum tíma. Hún býst nefnilega við mér núna .... Ég vona, að þessi útúrkrókur komi ekki í bága fyrir yður.“ Auðvitað kom hann ekki í bága. Gomer var ánægja að flytja skila- boð frá yfirvélstjóranum. Mon- tague naut hylli allra námumann- anna; viðmótsþýðir og mannlund- aðir yfirvélstjórar voru ekki á hverju strái, að minnsta kosti ekki enskir. Gomer kinkaði kolli til sam- þykkis, hélt för sinni áfram og náði brátt þeim félögum sínum, sem æfinlega urðu honum samferða heimleiðis. Það voru allt ungir menn. „Hvað vildi dóninn þér?“ spurði einn. Gomer sagði sem var. „Hún er bráðfalleg, það má hún eiga,“ sagði annar og átti við frú Montague. „Og hún veit líka af því, þegar hún reigsar um göturnar og er á-svipinn eins og hún eigi allan heiminn.“ „Hún hefir nú af ýmsu að mikl- ast,“ anzaði lítill, hvuttalegur ná- ungi, sem teygði úr sér eins og hann gat um leið og hann sagði sitt álit. „Pjörugri dúfa trítlar ekki á tveim- ur fótum í þessum heimi. Hún kvað vera frönsk í aðra ættina. Ójá, í samanburði við hana eru kerlingarnar okkar eins og reyttar hænur. Hún hefir eitthvað við sig, sem pilsvörgunum okkar virðist ekki hafa verið lánað.“ „Ekki vildi ég skipta á henni og kerlingunni minni,“ mótmælti sá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.