Dvöl - 01.10.1939, Side 20
258
D VÖL
Opinberun
Eftir Rhys Davies
I
Dagsveitin var að hverfa frá
vinnu sinni í kolanámunni. Lyftan
skrölti troðfull upp í dagsljósið,
spýtti einum hópnum úr sér og
sneri tafarlaust niður aftur eftir
öðrum. Þessir verkamenn í víngarði
undirheimanna lögðu frá sér ljós-
kerin, spenntu belti sín fastar og
hristu sig í sólskininu. Nú voru þeir
lausir úr prísundinni í bili og lögðu
leið sína yfir hálsinn, í áttina til
gráa, lágkúrulega þorpsins, sem
breiddi úr sér niðri á dalbotninum.
Þegar þeir gengu framhjá véla-
húsinu, var kallað til eins námu-
mannsins úr dyrunum.
„Gomer Vaughan, viljið þér segja
eitt orð við mig?“
Gomer gekk til mannsins, sem
kallaði.
„Búið þér ekki skammt frá hús-
inu mínu, Vaughan? Vilduð þér nú
ekki gera mér þann greiða, að, koma
við heima hjá mér og segja kon-
unni minni, að ég komi ekki heim
fyrr en um áttaleytið í kvöld? Segið
þér henni, að ég hafi ekki losnað
úr vinnunni á venjulegum tíma.
Hún býst nefnilega við mér núna
.... Ég vona, að þessi útúrkrókur
komi ekki í bága fyrir yður.“
Auðvitað kom hann ekki í bága.
Gomer var ánægja að flytja skila-
boð frá yfirvélstjóranum. Mon-
tague naut hylli allra námumann-
anna; viðmótsþýðir og mannlund-
aðir yfirvélstjórar voru ekki á
hverju strái, að minnsta kosti ekki
enskir. Gomer kinkaði kolli til sam-
þykkis, hélt för sinni áfram og náði
brátt þeim félögum sínum, sem
æfinlega urðu honum samferða
heimleiðis. Það voru allt ungir
menn.
„Hvað vildi dóninn þér?“ spurði
einn.
Gomer sagði sem var.
„Hún er bráðfalleg, það má hún
eiga,“ sagði annar og átti við frú
Montague. „Og hún veit líka af því,
þegar hún reigsar um göturnar og
er á-svipinn eins og hún eigi allan
heiminn.“
„Hún hefir nú af ýmsu að mikl-
ast,“ anzaði lítill, hvuttalegur ná-
ungi, sem teygði úr sér eins og hann
gat um leið og hann sagði sitt álit.
„Pjörugri dúfa trítlar ekki á tveim-
ur fótum í þessum heimi. Hún
kvað vera frönsk í aðra ættina.
Ójá, í samanburði við hana eru
kerlingarnar okkar eins og reyttar
hænur. Hún hefir eitthvað við sig,
sem pilsvörgunum okkar virðist
ekki hafa verið lánað.“
„Ekki vildi ég skipta á henni og
kerlingunni minni,“ mótmælti sá