Dvöl - 01.10.1939, Side 23

Dvöl - 01.10.1939, Side 23
D VÖL manninn minn?“ spurði hún, eins og ekkert hefði ískorizt. Gomer endurtók skilaboðin. — Kolarykið leyndi eldroðanum í kinnum hans. Hún þakkaði honum mjög hlý- lega og mælti síðan: „Ég hélt, að það væri hann, sem biði við dyrnar. Ég veit þér skiljið það. Ég var að koma úr baði. Þér eruð kvæntur maður, býst ég við?“ Gomer kinkaði kolli. Hún leit enn, undarlega hlæjandi á svipinn, í starandi augu hans, og sagði í kveðjuskyni: „Jæja þá. Þakka yður svo kær- lega fyrir, að þér fluttuð mér boð- in.“ Loksins sneri hann við og hurðin féll að stöfum. Hann rölti niður tröppurnar og gekk hægum skref- um út að hliðinu, í djúpum hugs- unum og með galopin, undrunar- full augu. Aldrei hafði hann séð nakta konu áður. Ekki lifandi konu. Aðeins á myndum. Honum hafði alltaf skilizt, að konur, sem vandar væru að virðingu sinni, af- hjúpuðu ekki líkama sinn í aug- sýn karlmanns. En var það nú með öllu rétt? Áttu þær æfinlega að vera slíkur leyndardómur? Þegar þær voru svona fallegar? Áreiðan- lega var frú Montague mjög svo vönd að virðingu sinni! Maður hennar var einnig að þessu leyti í miklu áliti. Hann myndi aldrei láta það viðgangast, sem ekki væri rétt. Gomer komst allt í einu að þeirri niðurstöðu, að það væri full- 261 komlega eðlilegt, að kona gengi nakin á fund manns síns. Auk þess var það fallegt. Um leið og hann opnaði hliðið, kom hann auga á rósarunn uppi við vegginn. Þar voru nokkrar út- sprungnar ljósrauðar rósir. Það myndi enginn sakna einnar rósar. Hönd hans greip eldsnöggt eitt blómið og þegar hann var kominn út fyrir hliðið, lagði hann það í matarkassann sinn. Gomer sýndist herðabreiður og baksvipurinn bar vott um ákveð- inn vilja, þegar hann hraðaði för sinni heim í kotið. Hann ætlaði að semja frið við Blodwen. En hann ætlaði nú samt ekki að sýna henni nein uppgerðar-flírulæti. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var hún þó konan hans; og hann var ekki ósanngjarn maður. Svo hafði hann nú líka verið mjög hrifinn af henni, og fyrir kom það enn, að honum fannst hver maður full- sæmdur af henni. II „Þú kemur með seinni skipun- um,“ sagði hún ásakandi. Og áfram hélt hún hvellum rómi, án þess að ætla honum tíma til svars: „Ekki er mér um að kenna, þó að matur- inn væri orðinn kaldur.“ „Og með því áttu náttúrlega við, að hann sé orðinn kaldur!“ sagði hann. En hann brosti við henni, svo að skein í sterklegar, hvítar tennurnar í kolsvörtu andlitinu. „Þá skaltu koma á réttum tíma,“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.