Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 23
D VÖL manninn minn?“ spurði hún, eins og ekkert hefði ískorizt. Gomer endurtók skilaboðin. — Kolarykið leyndi eldroðanum í kinnum hans. Hún þakkaði honum mjög hlý- lega og mælti síðan: „Ég hélt, að það væri hann, sem biði við dyrnar. Ég veit þér skiljið það. Ég var að koma úr baði. Þér eruð kvæntur maður, býst ég við?“ Gomer kinkaði kolli. Hún leit enn, undarlega hlæjandi á svipinn, í starandi augu hans, og sagði í kveðjuskyni: „Jæja þá. Þakka yður svo kær- lega fyrir, að þér fluttuð mér boð- in.“ Loksins sneri hann við og hurðin féll að stöfum. Hann rölti niður tröppurnar og gekk hægum skref- um út að hliðinu, í djúpum hugs- unum og með galopin, undrunar- full augu. Aldrei hafði hann séð nakta konu áður. Ekki lifandi konu. Aðeins á myndum. Honum hafði alltaf skilizt, að konur, sem vandar væru að virðingu sinni, af- hjúpuðu ekki líkama sinn í aug- sýn karlmanns. En var það nú með öllu rétt? Áttu þær æfinlega að vera slíkur leyndardómur? Þegar þær voru svona fallegar? Áreiðan- lega var frú Montague mjög svo vönd að virðingu sinni! Maður hennar var einnig að þessu leyti í miklu áliti. Hann myndi aldrei láta það viðgangast, sem ekki væri rétt. Gomer komst allt í einu að þeirri niðurstöðu, að það væri full- 261 komlega eðlilegt, að kona gengi nakin á fund manns síns. Auk þess var það fallegt. Um leið og hann opnaði hliðið, kom hann auga á rósarunn uppi við vegginn. Þar voru nokkrar út- sprungnar ljósrauðar rósir. Það myndi enginn sakna einnar rósar. Hönd hans greip eldsnöggt eitt blómið og þegar hann var kominn út fyrir hliðið, lagði hann það í matarkassann sinn. Gomer sýndist herðabreiður og baksvipurinn bar vott um ákveð- inn vilja, þegar hann hraðaði för sinni heim í kotið. Hann ætlaði að semja frið við Blodwen. En hann ætlaði nú samt ekki að sýna henni nein uppgerðar-flírulæti. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var hún þó konan hans; og hann var ekki ósanngjarn maður. Svo hafði hann nú líka verið mjög hrifinn af henni, og fyrir kom það enn, að honum fannst hver maður full- sæmdur af henni. II „Þú kemur með seinni skipun- um,“ sagði hún ásakandi. Og áfram hélt hún hvellum rómi, án þess að ætla honum tíma til svars: „Ekki er mér um að kenna, þó að matur- inn væri orðinn kaldur.“ „Og með því áttu náttúrlega við, að hann sé orðinn kaldur!“ sagði hann. En hann brosti við henni, svo að skein í sterklegar, hvítar tennurnar í kolsvörtu andlitinu. „Þá skaltu koma á réttum tíma,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.