Dvöl - 01.10.1939, Síða 25
D VÖL
wen bætti köldu vatni í og Gomer
steig upp í baðkerið. Hún bar ílátin
burt af borðinu, meðan hann þvoði
sér. Hún gekk lipurt og rösklega
til verks, og innanhúss var allt
hreint og snyrtilegt.
„Nú er bakið eftir,“ mælti Go-
mer.
„Bíddu þá,“ sagði hún kuldalega
og bar síðustu matarleifarnar fram
í eldhúsið.
Og hann varð að standa 1 bað-
kerinu og bíða með kolablettinn
milli herðarblaðanna, sem stakk
mjög í stúf við skjallhvítan skrokk-
inn. Hann vissi, að nú var hún að
hervæða hugarfarið að nýju. Hann
hefði svo sem getað hrópað til
hennar og skammað hana fyrir
seinlætið, en í dag hafði hann enga
löngun til þess. Brennandi eftir-
vænting hélt honum í skefjum.
Þegar hún loksins kom og nuddaði
á honum bakið með handklæðinu
og hellti að síðustu yfir hann, sagði
hann ekki orð. Tautaði bara, þegar
öllu var lokið:
„Ekki berð þú mikla virðingu
fyrir nöktu mannshörundi, Blod.
Það er eins og þú sért að nudda
hrosshúð, þegar þú þværð mér um
bakið.“
„Huhh!“ sagði Blodwen — „ég
ætla að sækja svolítið púðurkorn
handa þér.“
Hann hló seinum og glöðum
hlátri. Hann langaði til að koma
henni í gott skap.
„Ójá,“ sagði hann ástúðlega,
„einn góðan veðurdag opnast kann-
263
ske augu þín, Blod min, fyrir því,
hve skrokkurinn á karli þinum
getur verið hreinn og hvítur.“
„Það er verst að þú veizt ekki af
því sjálfur!“ sagði hún og fékkst
ekki til þess að líta við, meðan
hann hamaðist við að þerra sig.
Þegar leið að kvöldi, sat hann við
arininn og lét fara vel um sig, en
hún bjóst til þess að fara upp á loft
og hafa fataskipti.“
„Þú ferð ekkert út í kvöld, Blod,
er það?“ spurði hann.
„Jú, ég ætla í kirkju."
„Gerðu það nú fyrir mig, að fara
ekki út í kvöld,“ sagði hann.
Undrunin skein úr svip hennar.
Þessi kurteisi og þessi afskipta-
semi um gjörðir hennar voru alveg
spáný fyrirbrigði.
„Jæja, ekki það!“ byrjaði hún og
var albúin til orustu.
Hann hallaði höfðinu að henni.
í augum hans var glampi og skrítið
bros lék um varirnar.
„Farðu samt upp fyrst og hafðu
fataskipti,“ sagði hann.
Hún yppti öxlum og gekk síðan
upp stigann.
Hann sat kyrr og beið hennar.
Innan skamms kom hún niður í
daufrauðum silkikjól. Andlitið var
hreinþvegið. Hún var búin til
kvennaguðsþjónustunnar í kirkj-
unni. Hann leit á hana, hlýtt og
viðurkennandi, og mælti síðan
blíðlega:
„Komdu hérna til mín, Blod.“
„Hvað er nú á seyði?“ spurði
hún, ennþá dálítið treg og köld.