Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 28
266
skyni að efla málstað sinn: „Konan
hans Montague yfirvélstjóra.
Ég — “
En frú Hopkins greip fram í fyrir
honum með miklum hávaða:
„Já! Þarna kemur það. Já, nú
fer ég að skilja. Hún er dyggða-
kvendið, var það ekki? Lengi er ég
búin að hafa illan bifur á henni....
Jæja þá, Gomer Vaughan, jæja þá
. ...“ Og hún tók að þokast aftur
á bak út úr herberginu og kinkaði
sínum stóra kolli, eins og til þess
að bera fram óákveðnar og leyndar
hótanir, en þokuleg augu hennar
hvíldu á honum og ljómuðu af
sigurgleði.
Gomer hrópaði til hennar:
„Þú sendir Blodwen hingað heim
tafarlaust.“
Fyrirferðarmikill líkami frú Hop-
kins vatt sér ótrúlega léttilega út
úr dyrunum. „Við skulum sjá til,
karl minn,“ hreytti hún um öxl hér,
„við skulum sjá.“
En Gomer var í engum vafa um
það, að Blodwen myndi koma.
IV
Og hún kom líka — áður en hann
bjóst við henni. Frú Hopkins var
ekki fyrr komin heim og búin að
ryðja úr sér allri þeirri vitneskju,
sem hún hafði fengið, en Blodwen
þaut af stað og æddi inn í herberg-
ið, þar sem maður hennar sat, full-
ur niðurbældrar gremju.
„Þú,“ byrjaði hún og gekk upp
og niður af mæði — „þú sást þessa
konu!“
D VÖL
Hún var ásýndum eins og hana
langaði til að stökkva á hann. En
líkt og ólmur hundur I bandi hopp-
aði hún og starði tryllingslega á
hann. „Þar heldurðu þig, þegar þú
kemur seint heim! Þetta hefirðu
þér til dægradvalar, er það — “
„Svona, svona, Blodwen — “
byrjaði hann. Síðan þagnaði hann
og reyndi ekki að bera af sér
ásakanir hennar. Um varir hans
lék glott, svo að munnurinn minnti
á úlfsgin. Blodwen lét skammirnar
dynja látlaust á honum. Hún varð
æ trylltari og trylltari. Hún froðu-
felldi og augun ætluðu út úr henni.
Og hann kunni að meta þessa
villtu, æðisgengnu fegurð. Þannig
fannst honum hún glæsileg. —
Kænskulegt úlfsglottið breiddist
út um andlit hans. Nú sleppti hún
sér algjörlega.
„Ég verð ekki einni nótt lengur
í þessu húsi! Ég veit, að mamma
tekur mér opnum örmum, þegar
ég kem aftux heim — “
Nú áleit hann, að ótti hennar
hefði náð hámarkinu. Hann reis
á fætur og gekk til hennar. Hún
hörfaði undan, en hann fylgdi fast
eftir. Hann tók þétt um handleggi
hennar og hélt henni með valdi.
„Nógu lengi hefi ég hlustað á
móðganir þinar, Blod. Hvar fékkstu
þá flugu í höfuðið, að ég héldi
framhjá þér? Ha? Hefir kerlingar-
álkan logið þig fulla?“
„Þú sagðir henni, að þú hefðir
séð frú Montague nakta — “
„Nú, já, það sá ég líka — “