Dvöl - 01.10.1939, Síða 29
D VÖL
267
Blodwen barðist um á hæl og
hnakka til þess að losna. „Ó, ó!“
öskraði hún.
„Þær konur eru til,“ sagði hann,
„sem ekki eru jafnnizkar á feg-
urð sína og þú! Frú Montague kom
ágætt ráð í hug til þess að auka á
hamingju bónda síns. Hlustaðu nú
á, litli kjáninn þinn. ...“ og hann
sagði henni, hvað fyrir hann hafði
borið þá um daginn.
Hún sefaðist. Undrun og furða
skein út úr eldrjóðu andliti henn-
ar. En í augum hennar tók einnig
hægt og hægt að votta fyrir brún
af nýjum degi... .
„Og þarna sérðu nú,“ sagði Go-
mer, þegar sögunni var lokið, „hve
fljót þú ert til að ætla mér illt. Og
þó kom ég heim með þá ósk í huga
að fá að sjá fegurri sjón en frú
Montague gat veitt mér. Og þá sjón
hefði ég líka getað fengið að sjá,
en allt strandaði á því, að þú hafð-
ir ekki hlotið rétt uppeldi. í því er
bölvunin fólgin. Þér hefir til hálfs
verið innrætt allt of mikil blygð-
unarsemi.“
Blodwen var ofurlítið niðurlút.
Ávalir, hraustlegir vangar hennar
fylltu hann ástúð. Og göfuglyndi.
Hann sagði blíðlega:
„Nú skal ég segja þér eitt, Blod.
Við gerum með okkur samning.
Þig langar að fá slaghörpuna, er
það ekki? Jæja, og þá skulum við
láta hvort að annars vilja —“
Hún varð enn niðurlútari. Nokkr-
ir grannir lokkar úr jörpu hári
hennar snertu varir hans. Hann
titraði. Hönd hans strauk yfir öxl
hennar. En það fékkst ekki orð út
úr henni.
„— Og vera góð hvort við ann-
að“, hélt hann áfram, „og ekki vera
sífellt að rífast, eins og pabbi þinn
og mamma gerðu! Við verðum að
lifa okkar eigin lífi, Blod ....
Svona nú, er hún ekki góða og
fallega stúlkan ... svona, já! fall-
eg eins og rós, vina mín, rjóðari
og hvítari en nokkur rós!
svona, ljúfan mín, engillinn minn!“
Þórarinn Guðnason þýddi.
SKÝRING Á KVÆÐI GULLBERGS.
Bernhard frá Clairvaux (frb. kleruó), /.
1090, d. 1153, var af frönskum aðalsættum,
en gekk í klaustur 1112, hrifinn af þeirri
hugsjón, er miðar að því að feta í fótspor
Krists, hvað fátæklega lifnaðarhætti
snertir. Varð skjótt víðfrægur sem stór-
fenglegur persónuleiki, frábær mælsku-
maður og einlægur guðsdýrkandi. Hafði
geysimikil áhrif bæði á samtíð sína og
eftirkomendur; enda talinn einhver á-
hrifamesti maður kirkjunnar á 12. öld.
Bernhard frá Clairvaux var m. a. frum-
kvöðull annarrar krossferðarinnar.
LEIÐRÉTTINGAR. í „Þrem þýddum
kvæðum" eftir Magnús Ásgeirsson í apríl-
júníhefti „Dvalar" 1938, voru þessar prent-
villur (allar í síðara erindi kvæðisins
„Stálbænir"): glóanda les glóandi; kjálka,
les bjálka; skýjakljúfinn, les skýkljúfinn.
í kvæðinu „Næturstaður", sem síðar birt-
ist i „Dvöl“, var villa í síðasta erindi: Því
nógu þungt var þá um gang, í staðinn
fyrir; Því nógu þungt var þér um gang.
Lesendur „Dvalar“, þeir sem halda ritinu
saman, eru vinsamlega beðnir að færa
þessar leiðréttingar inn.