Dvöl - 01.10.1939, Page 30

Dvöl - 01.10.1939, Page 30
268 D VOL Gnðmandur Ingi: Cdö Bjjarmaland Þeir létu í haf úr höfnum draums og Jcyrrðar, af hvitum skipum felldu leguband. Þeir völdu skáld og hetjur sér til hirðar að herja á Bjarmaland. í fjarskans dulri, fagurskyggðri móðu þeim frjálsir vindar bentu á Austurheim. í fjöru hópar hversdagsbundnir stóðu og horfðu á eftir þeim. Þá gjörði storm. Þeir stýrðu traustum greipum og stefndu í rok og drif í Austurveg. Um Hvítahaf, er sœrinn sauð á keipum var sigling frœkileg. Þeir vissu skil á veðrum, átt og degi, því varð ei fár, þótt stormur reyndi band. Þeir skyldu finna í fjarskans Austurvegi sitt fyrirheitna land. Þá bar að strönd. Þeir stigu fótum djörfum til strandhöggs þar, og föngin urðu góð. Með Gusisnautum, hcefnum œttarörvum, þeir unnu land og þjóð. Þeir sigldu heim á hvítum sigurskipum með hlut og gleði viturs afreksmanns, sem hleður far sitt auði og úrvalsgripum síns æfintýralands. Er heimaþjóð leit segl af sigrum stafa og silfurbjarmann leika um stafn og skut, þá vildu miklu fleiri farið hafa og fengið slíkan hlut. Þá ortu skáldin óð með háttum dýrum, um undralandsins gull og töframögn. Og frœgðin hljómar enn i œfintýrum og ódauðlegri sögn.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.