Dvöl - 01.10.1939, Page 32

Dvöl - 01.10.1939, Page 32
270 DVÖL N obelsverðlaunaskáldið árið 1989 Eftir Leif Haraldsson F. E. Sillanpáa. Úthlutun bókmenntaverðlauna Nobels 1939 til finnska skáld- sagnahöfundarins F. E. Sillanpáá vakti enga furðu, a. m. k. ekki hér á Norðurlöndum. Bókmennta- og blaðamenn hafa það sér til gamans næstu vikurnar fyrir úthlutun Nobelsverðlaunanna, að geta upp á þeim, er komið geta til mála sem verðugir að hljóta hnossið. Sillan- páá hefir undanfarin haust verið þar ofarlega á blaði. í ættlandi hans mun það jafnvel hafa valdið vonbrigðum, þegar framhjá hon- um var gengið í fyrrahaust, ef marka má af því, að honum var gefið viðurnefnið: „Maðurinn, sem ekki fékk Nobelsverðlaunin.“ — En nú, þegar Sillanpáá er maðurinn, sem fékk Nobelsverðlaunin, þá vekja þau tíðindi nokkru minni at- hygli en mátt hefði ætla. En þrátt fyrir það beinast hugir alheims nú fremur en löngum fyrr til Finn- lands, og eru orsakir þess kunnari en svo, að um þurfi mörgum orðum að fara. Hin mikla persóna Sillan- páás hverfur oss sjónum í svælu og reyk hinnar ægilegu styrjaldar; orðstír hins mikla Finna þokar fyr- ir tíðindum af hreystiverkum og dáðrekki hans merku þjóðar. — Þannig er þessu farið frá degi til dags. En þó getur ekki hjá því far- ið, að honum við og við skjóti upp í huga bókmenntavina — og þá birtist hann þeim sem ímynd alls hins bezta með finnsku þjóðinni. Frans Emil Sillanpáá fæddist 16. sept. 1888 í Tavastkyrö í fylkinu Satakunda í Suðvestur-Finnlandi. Foreldrar hans hétu Frans Henrik Sillanpáá, fátækur leiguliði, og Lovísa Vilhelmína ísaksdóttir, kona hans. Fyrir 50 árum var alþýðumennt- un mjög skammt á veg komin í

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.