Dvöl - 01.10.1939, Page 33

Dvöl - 01.10.1939, Page 33
DVÖL 271 Finnlandi, einkum til sveita; margir hvorki læsir né skrifandi. Foreldrar Sillanpáás voru þó bæði læs og móðir hans skrifandi. Ekki mun það reyndar hafa verið mjög almennt, að fólk væri ólæst, þótt hitt væri látið dankast að nema ritlistina, því að það höfðu lengi verið lög þar í landi, að þeir einir fengju að ganga í heilagt hjónaband, sem gátu stautað og kunnu fræðin. Það var hinn fyrsti skóli Sillan- páás, að hann lærði að lesa við kné foreldra sinna, meðan móðir hans spann og faðirinn heflaði, alveg eins og átt hafði sér stað um finnsk alþýðubörn kynslóð eftir kynslóð. Fyrir flestum var það bæði upphaf og endir mennt- unarinnar. En einskær tilviljun varð þess valdandi, að Sillanpáá komst lengra á menntabrautinni — í skóla. Þegar hann var ellefu ára, var stofnaður barnaskóli í sveit- inni hans. Höfðu árið áður (1898) verið samþykkt lög, sem heimiluðu að starfrækja (með ríkisstyrk) barnaskóla í sveitum, þar sem þrjátíu börn gæfu sig fram. Vegna dræmrar aðsóknar að hinum nýja skóla, lá við sjálft, að hætta yrði við allt saman. Þá var það, sem móðir kennslukonunnar, fjarskyld- ur ættingi Sillanpáás, færði í tal við móður hans, hvort hún vildi ekki senda drenginn í skólann. Hún færðist fyrst hálfvegis undan, af ótta við, að hann, svo ungur og illa undir búinn, mundi ekki geta fylgzt með hinum börnunum. Þó lét hún loks til leiðast, og aldrei mun hana hafa iðrað þess. Af námsferli Sillanpáás segir svo ekki, fyrr en hann hafði lokið stúd- entsprófi (1908) í Tammerfors, verksmiðjubænum fræga. Síðan var hann fimm ár við háskólann í Helsingfors. Hugðist hann um skeið að leggja stund á læknisfræði, en hvarf frá því og sneri sér að nátt- úruvísindunum. Las hann þá jöfn- um höndum líffræði, eðlisfræði, efnafræði og dýrafræði, án þess þó að keppa að ákveðnu marki með náminu, enda lauk hann aldrei prófi. En þótt Sillanpáá hyrfi þannig próflaus frá háskólanum, voru stúdentsárin honum ómetanlegur undirbúningur undir æfistarf hans, er síðar varð. Honum vildi það til happs, að komast i kynni við Járnefeldt-fjölskylduna, sem á þeim árum var athvarf og annað heimili rithöfunda, skálda og lista- manna og efnilegustu mennta- mannanna af yngri kynslóðinni. Járnefeldt-heimilið var einn gróð- ursælasti vermireitur „ungfinnsku" þjóðernishreyfingarinnar, og bók- menntir og listir voru þar í háveg- um hafðar. í kunningj ahópi þessar- ar fjölskyldu var ungum mennta- mönnum gott að vera og örvandi til dáða. Þar kynntist Sillanpáá Járnefeldt-bræðrunum þremur, er urðu kunnir menn; Arvid rithöf- undur, Eero málari og Armas tón- listarmaður. Systir þeirra var gift

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.