Dvöl - 01.10.1939, Side 35

Dvöl - 01.10.1939, Side 35
DVÖL 273 jafnframt því sem hún lýsir ein- hverjum hörmulegustu atburðum, sem þá höfðu dunið yfir Finnland um langan aldur. Að vísu á hún rætur sínar í fortíðinni, snemma á 19. öld, en stígur hæst í borgara- styrjöldinni blóðugu 1918. — Nú gæti einhver varpað fram þeirri at- hugasemd, að hér hljóti að vera dreginn taumur annars hvors aðila borgarastyrjaldarinnar og rýri það að sjálfsögðu sannleiksgildi sög- unnar. En slíkum má það huggun vera, að Sillanpáá „sat hjá“ við þá blóðugu „atkvæðagreiðslu“. Hann kaus að halda kyrru fyrir heima og vera hlutlaus áhorfandi og hlustandi þeirra tíðinda, er gerð- ust. Hvítliðar urðu fyrri til að gefa gaum þessu furðulega háttalagi skáldsins, grunuðu hann um drott- inssvik og vörpuðu honum í fanga- búðir, þar sem hann var sárt leik- inn. í Hurskas kurjus leiðir Sillanpáá, eins og honum er gjarnast, fram á sjónarsviðið óbreyttan almúgann i sveitum landsins, sem lifir sínu lífi og berst sinni baráttu fyrir tilver- unni, einangraður, fjarri menning- unni og lætur algerlega stjórnast af eðlishvötum sínum — lýsir hon- um af þeirri hrífandi, ljóðrænu snilld, sem honum einum er lagið. Þekking hans á lífskjörum þessa ómenntaða, þrautseiga og nægju- sama alþýðufólks endurspeglast á hverri blaðsíðu, í hverri línu, já, jafnvel hverjum stafkróki. Hann veit, að það er ekki heilagt og lýta- laust og fer heldur ekkert dult með það. En hann finnur því jafnan eitthvað til málsbóta, af því að hann ann því og hefir gert sér far um að skilja það. Hann er sam- gróinn því — sonur þess og bróðir. Aðalpersóna þessarar skáldsögu er eitt af þessum fátæku,hálfrænu- lausu náttúrubörnum, sem Sillan- páá er svo hugleikið að lýsa; sonur náttúrunnar, sem þorir varla að taka ákveðna afstöðu til hlutanna, heldur mætir í afskiptaleysi hverju því, sem að höndum ber, og lætur hrekjast aftur og fram af eigin hvötum og annarra vilja. Hann botnar ekkert í hinni hörmulegu baráttu, sem geisar umhverfis hann. Sjóndeildarhringur hans er í þrengsta lagi. Og þótt hann gerist áróðursmaður rauðliða, verður það ekki fyrir íhugun hins hugsandi manns, heldur hitt, að það atvik- ast nú einu sinni svo, að hans innibyrgði kraftur fær þarna út- rás, en hefði alveg eins getað brot- izt fram eftir öðrum farvegi. Og þegar hann deyr, vill einmitt svo einkennilega til, að hann af mis- gáningi lendir í hópgröf rauðliða. Frá árabilinu 1919—1931 eru þau tíðindi helzt af rithöfundarferli Sillanpáás, að hann sendi á mark- aðinn langa frásögu („en láng be- ráttelse“, eins og það heitir á sænsku), Hiltu ja Ragnar (Hildur og Ragnar, 1923), sem hlaut mjög svo góðar móttökur. Annars lagði hann á þessum árum meginstund

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.