Dvöl - 01.10.1939, Page 36
274
DVÖL
á smásagnagerð, enda virðist hon-
um alltaf hafa verið smásöguform-
ið hugþekkara, ef marka mætti af
því, að hann hefir gefið út um tíu
bindi af smásögum. Sá möguleiki
er og fyrir hendi, og reyndar engu
ólíklegri, að aðstæðurnar hafi ráð-
ið forminu. Hugkvæmum höfundi
er smásöguformið oft tiltækilegra,
vilji hann á annað borð láta hug-
mynd sína geymast, þótt hún í
sjálfu sér væri ekki síður efni í
stóra skáldsögu. — Um smásögur
Sillanpáás er það í stytztu máli
að segja, að þær eru, eins og eðli-
legt er, með hliðsjón af hinum
miklu afköstum hans í þeirri grein
skáldskapar, mjög misjafnar að
gæðum. Væri íslenzkum lesendum
góður greiði gerr með því að gefa
út í einu bindi úrval af því bezta,
sem eftir Sillanpáá liggur í smá-
sagnagerð. Virðist það ákjósanlegt
verkefni fyrir þau bókaútgáfufyrir-
tæki, er sjá fólki fyrir lestrarefni
við gjafverði.
Með árinu 1931 hófst nýr áfangi
á ferðalagi Sillanpáás um ríki list-
arinnar. Þá kom út sú skáldsaga
hans, er á síðustu árum hefir aflað
honum flestra aðdáenda, sagan um
Silju, ungu, laglegu bóndadóttur-
ina, sem dó í vikunni eftir mið-
sumar, meðan jörðin var í fullu
sumarskrúði; varð aðeins 22 ára;
fæddist þremur mílum norðar en
hún dó, og var þó alla æfi sína á
leiðinni suður á bóginn — eins og
segir í inngangi sögunnar sjálfrar.
Þetta er sú skáldsaga Sillanpáás,
sem flestir íslendingar þekkja, því
að hún hefir komið út á íslenzku
(1935), ein hinna stærri skáldsagna
hans. Vegna þess, að hún er tiltæk
öllu bókelsku fólki, er óþarft að
fjölyrða um hana hér. En vinum
Silju þætti eflaust gaman að vita,
hvernig hennar ástsæla nafn er
til komið og skal því sagan um það
sögð hér, höfð eftir þekktum,
sænskum bókmenntamanni.
Sillanpáá hefir meiri mætur á
sænska Nobelsverðlaunaskáldinu
Erik Axel Karlfeldt (1864—1931)
en nokkru öðru skáldi. Og það er
einmitt af kvæði eftir Karlfeldt,
sem Sillanpáá hefir fengið þann
innblástur, er skóp 1 huga hans
frumdrættina að persónunni Silju
og sögu hennar — kvæðinu „Jung-
fru Maria“. Kvæðið um ungfrú
Maríu endar þannig:
„Ja, den strálen som ligger sá blánkande
och láng
ifrán aftonrodnans fáste över Siljan —
du kunde gá till paradjs i kváll din
brudegáng
pá den smaia och skálvande tiljan."
Þarna er þá ráðin gátan um
nafnið — með því að strika út
seinasta stafinn í Siljan — en
Siljan heitir, svo sem kunnugt er,
stöðuvatn í Dölunum í Svíþjóð;
oft kallað í daglegu tali „Dalornas
öga“ (auga Dalanna). En við lestur
kvæðisins í heild sjást svo greini-
leg skyldleikamerki með ungfrú
Maríu og Silju, að ekki verður um
villzt.
Nú gerðist Sillanpáá óspar á hin