Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 37
D VÖL
275
stóru höggin, þvl að strax á næsta
ári (1932) kom á markaðinn frá
honum önnur skáldsaga, Miehen
tie (Vegur manns) og sigldi hrað-
byri í kjölfar Silju. — Er hér á ferð-
inni í nýjum búningi gamla sagan
um ungan mann og tvær stúlkur,
sem togast á um hann, annars-
vegar persónugervingur Mammons,
hinsvegar Erosar. Paavo, ungi, í-
stöðulitli bóndinn fær ekki staðizt
áróður systra sinna og gengur að
eiga ríku stúlkuna, Anni, sem hann
aldrei hefir unnað, en þá er fátæka
stúlkan, Alma, sem hann ann hug-
ástum, þunguð af hans völdum.
Anni deyr eftir fárra missera
hjónaband að afstöðnum barns-
burði og barnið nokkrum mánuð-
um síðar. Hinn ungi ekkjumaður
lifir nú mesta reynslutímabil æfi
sinnar og leiðist út í slark í ein-
stæðingsskap sínum. En þá kemur
Alma barnsmóðir hans, sem hann
telur sér nú að eilífu glataða, hon-
um til bjargar. Sögunni lýkur, þeg-
ar þau eru búin að ná sínu lang-
þráða takmarki og Paavo búinn að
afsala sér leifunum af sínum fyrra
ráðahag, auði Anni.-----Þótt sag-
an sé byggð utan um örlög Paavos,
hins veikgeðja, en góðviljaða, unga
bónda, þá er Alma sterkasta per-
sóna sögunnar, þegar mest á reyn-
ir. Það verður hennar hlutverk að
ryðja úr vegi síðustu torfærunum
á leið þeirra til sinnar jarðnesku
paradísar. Þá fyrst fá þau, hvort
um sig og bæði, notið sín til fulls,
þegar þvi er lokið.
Menn greinir á um það, hvor sag-
an sé betri, Silja eða Vegur manns,
enn aðrir telja hvoruga taka hinni
fram; báðar jafn góðar. En hvað
sem annars má segja um þessi tvö
skáldverk í heild, þá mun ekki gott
að gera upp á milli þeirra staða í
Silju, þar sem Sillanpaá tekst bezt
upp og t. d. kaflans Heyanna í Vegi
manns. Þeim kafla er ekki svo auð-
velt að gleyma.
Þá er komið að þeirri bókinni, er
kalla mætti síðasta blaðið í þriggja
laufa smáranum hans Sillanpáás,
Ihmiset suviyössö (1934; Fólk á
sumarnóttu). Með þessum þremur
bókum ávann hann sér sæti á bekk
með mestu skáldsagnahöfundum
sinnar kynslóðar. Og nú hefir sú
hrifningaralda, sem þær skópu,
lyft honum til sætis með æðstu-
prestum bókmenntanna.
Fólk á sumarnóttu getur að formi
til naumast talizt skáldsaga (ro-
man) heldur miklu fremur ljóð í
óbundnu máli; óður til hinnar
heillandi, björtu, norrænu sumar-
nætur. Sviðið er finnsk sveit, en
gæti alveg eins verið í hverju
hinna Norðurlandanna, sem er.
Nöfnin ein ákvarða landið. Atburð-
ir sögunnar gerast frá laugardags-
síðdegi til mánudagsmorguns, í
byrjun júlímánaðar. Á vegi lesand-
ans verður venjulegt fólk, sem
mætir hversdagslegum atburðum:
Á einum bænum fæðist bóndakonu
barn; á vinnustöðvum trjáfleyt-
ingarmanna verður tveimur sam-
verkamönnum sundurorða, afleið-