Dvöl - 01.10.1939, Side 38

Dvöl - 01.10.1939, Side 38
276 D VÖL ing: morð; málari einn sveimar um vatnið og heimsækir bændakon- urnar leitandi að „módellum"; tvö ung „pör“ njóta lífsins og gefa ömmu gömlu tilefni til að rifja upp endurminningar æskuáranna — og svona mætti áfram upp telja. í meðferð Sillanpáás verður finnska sveitin æfintýraheimur og fólkið álfar (þó ekki í lakari merkingunni.) Heiðblár j úlíhiminn- inn hvelfist yfir spegilsléttum vötn- um og ilmandi skógi. Friðsæld hinnar norrænu sumarnætur leiðir hinn fegursta töfrablæ yfir daglegt líf mannanna. Það er alkunna, að væringar nokkrar hafa alllengi verið með þeim tveimur þjóðum, er Finnland byggja, sænskum Finnlendingum og Finnum. Síðan á stórveldistím- um Svíþjóðar hefir sænski minni- hlutinn verið svo að segja öllu ráð- andi á Finnlandi og haft í hendi sinni boð og bann í verklegum og menningarlegum framförum. Það er ekki svo ýkjalangt síðan öll kennsla í æðri skólum fór fram á sænsku. Og þegar Aleksis Kivi (1834—72), brautryðjandi nútíma- bókmenntir Finna.byrj aði að skrifa, var það einn mesti þrándur í götu hans, að ekkert samfellt, finnskt ritmál var til. Reipdráttur sænskra og finnskra Finnlendinga um hin menningarlegu málefni landsins hefir tíðum leitt til alvarlegra á- taka, jafnvel fulls fjandskapar, þegar mest hefir á gengið. — En þegar um heiður landsins er að tefla, þá er ekki spurt að uppruna, þá eru allir Finnlendingar. Atburð- irnir, sem nú gerast daglega í Finn- landi, rifja upp fyrir mér skemmti- lega smásögu af Sillanpáá, sem ég las í „Iðunni“ fyrir tveimur árum, í grein eftir dr. Stefán Einarsson, en doktorinn hefir söguna eftir sænska rithöfundinum Gösta Gust- af-Janson. Vegna þess, að sú saga hefir alla eiginleika til að vera „texti dagsins", þegar um Finn- landsmálin er að ræða — og No- belsverðlaunahöfundinn Sillanpáá — þá get ég ekki staðizt þá freist- ingu að taka hana bessaleyfi. Sag- an er svona: „í mínum augum er Sillanpáá, bæði sem skáld og maður, fulltrúi alls þess, sem gott er og sterkt í finnskri skapgerð. Ég get ekki hælt mér af því að vera honum nákunn- ugur, en ég hefi að minnsta kosti haft þá ánægju að hitta hann. Og frá því tækifæri vakir í hug mér smásaga, skyndimynd, skrítla, sem hefir það til síns ágætis, að hún er sönn. Til íslenzku alþingishátíðarinnar sóttu margir gestir af Norðurlönd- um. Ég var með gömlu, dönsku skipi, sem nú er orðið að hvalsuðu- koppi, og með því voru margir þekktir menn, Stauning, Nordahl Grieg, Bernhard Ericson, meðal annarra. Og svo var Sillanpáá þar. Einn daginn var efnt til leika á þilfari og stúdentarnir af hinum ýmsu þjóðernum fóru i reipdrátt.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.