Dvöl - 01.10.1939, Page 44
282
hringstigann og út um vesturdyrn-
ar, í þá átt sem herbúðir bróður
hennar voru. Ætlun hennar var að
sleppa út, án þess að varðmaðurinn
sæi hana, komast niður í hesthús,
vekja einn af hestasveinunum og
senda hann á undan sér eftir þjóð-
veginum með miðann til bróður
síns, og búa hann undir komu
sína.
Hún stóð ennþá í skugga af
veggnum, við vesturpallinn, og var
að bíða eftir að varðmaðurinn hyrfi
úr augsýn, þegar rödd barst til
hennar úr skugganum lengra til
hliðar:
„Hérna er ég!“
Það var kvenmannsrödd. Frú
Baxby svaraði ekki, en stóð þétt
upp að veggnum.
„Lávarður minn,“ hélt röddin á-
fram; og hún þekkti á mállýzk-
unni, að það var stúlka frá Shel-
ton, borg þar skammt frá. „Ég er
orðin þreytt á að bíða, elsku lá-
varðurinn minn! Ég var orðin
hrædd um, að þú ætlaðir ekki að
koma!“
Frú Baxby roðnaði niður á tær.
„Hvað stelpan elskar hann
heitt!“ sagði hún við sjálfa sig.
Hún ályktaði það af hreimnum í
röddinni, sem var raunalega blíð
og mjúk eins og í fugli. Hún breytt-
ist í einu vetfangi úr fyrtinni
flóttaKonu í ráðkæna eiginkonu.
„Uss!“ sagði hún.
„Lávarður minn, þér sögðuð mér
að koma klukkan tíu og nú er hún
nærri tólf,“ hélt röddin áfram. —
D VÖL
„Hvernig gátuð þér fengið af yður
að láta mig bíða svona, ef þér
elskið mig eins og þér sögðuð? Ég
hefði haldið mig við kærastann
minn í þinghernum, ef þér hefðuð
ekki átt i hlut, lávarður minn!“
Það var ekki nokkur efi á, að
þessi lævísa stelpukind hélt, að frú
Baxby væri lávarðurinn. Hér voru
þokkaleg brögð í tafli! lævísleg
undirferli! ótrúmennska! Leyni-
fundur, sem lostið var upp í
miðju kafi! Hvernig gat maðurinn
hennar, sem hún hafði borið tak-
markalaust trúnaðartraust til allt
til þessa, fengið af sér að gera
þetta!
Frú Baxby hörfaði í skyndi inn
um dyrnar, lokaði hurðinni, læsti
henni og gekk einn hring upp
hringstigann og nam þar staðar
við skotrauf í veggnum. „Ég kem
ekki! Ég, Baxby lávarður, fyrirlit
þig og alla þína lauslátu félaga!“
hvæsti hún í gegnum skotraufina;
og svo læddist hún upp, eindregn-
ari konungssinni en allir íbúar
kastalans til samans.
Bóndi hennar svaf ennþá — ef
ekki svefni hinna dyggðugu, þá
að minnsta kosti svefni hinna
þreyttu og nærðu. Frú Baxby
klæddi sig úr, hjálparlaust — því
að herbergisþernan hélt auðvitað,
að hún væri löngu sofnuð. Áður en
hún lagðist fyrir, læsti hún hurð-
inni hljóðlega og setti lykilinn und-
ir koddann sinn. En ekki nóg með