Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 47
D VÖL
285
Fuglalíf er mjög fjölskrúðugt, sem
vænta má, enda eru þarna ágæt
skilyrði fyrir vöxt og viðgang alls
dýralífs.
Veiðiaðferð ýmissa skæðra rán-
dýra er venjulega sú, að þau
stökkva upp á herðakambinn á
bráð sinni og reyna að bíta dýrið
á hálsinn. Þessu til varnar reigir
dýrið, sem hefir löng og mjó aftur-
beygð horn (eins og flestar anti-
lópategundir hafa) höfuðið aftur
á bak og reynir að særa óvininn
með hornunum. Náttúran hagar
því svo til, að hún lætur varnar-
tæki dýrsins vaxa í svig aftur frá
höfðinu, svo að þau miði í þá átt,
sem mesta hættan steðjar frá. Ef
óvinurinn ræðst hins vegar framan
að bráðinni, lýtur dýrið með höfð-
inu ofan að jörð og otar vopnum
sínum beint fram.
Áður en þjóðgarðurinn var stofn-
aður og friðhelgi hans lögboðin,
reikuðu veiðimenn um landið með
skotvopn og veiðihunda og drápu
nálega hverja skepnu, sem þeir
komust í færi við. Var því fyrir-
sjáanlegt, að merkustu dýrateg-
undunum yrði útrýmt með öllu í
náinni framtíð, ef hranndrápið
héldi stjórnlaust áfram. Ráðandi
menn í Transvaal sáu, hvernig fara
mundi, og komu því til leiðar, með
fylgi þjóðarinnar, blaða- og tíma-
ritakosti hennar, að þarna var
stofnað friðlýst land fyrir allan
jurtagróður og dýralíf. Flestum var
ljóst, að ekki var vansalaust fyrir
þjóðina að horfa aðgerðalaus upp
á, að fegurstu og tilkomumestu
dýrategundir í náttúru landsins
yrðu gjörsamlega eyddar. Stofnun
þjóðgarðsins varð til þess, að nú
breyttist viðhorfið gagnvart nátt-
úru landsins. Ferðamenn streymdu
hvaðanæfa úr löndum til að skoða
þarna undraverk náttúrunnar.
Hefir það orðið drýgri tekjulind
fyxúr þjóðina heldur en ágóðinn af
veiðunum. Ströng lög voru þegar
í fyrstu sett um friðun garðsins, og
mönnum, sem urðu til þess að
brjóta þau, var refsað með háum
fjársektum eða fangelsi.
Akvegir hafa verið lagðir um
þjóðgarðinn þvert og endilangt.
Geta menn því kornizt leiðar sinn-
ar á bifreiðum og séð frá þeim alla
náttúrudýrðina. Friðunin hefir
haft spekjandi áhrif á dýrin. Þau
hafa nú engan verulegan ótta af
nálægð manna, en voru áður eld-
stygg. Fyrst þegar bifreiðar tóku
að renna eftir vegunum, varð flest-
um dýrum hverft við. Þeim þóttu
þessir veltandi hlutir nýstárlegir,
en vöndust þeim brátt, er þau urðu
þess vör, að þeir voru hættulausir
og enginn voði stafaði af fólkinu,
sem í þeim var. Þau kyrrðust því og
hættu að gefa umferðinni gaum.
Nú er auðvelt að taka ljósmyndir af
dýrum á stuttu færi. En áður en
landið var friðað, voru engin tök
á að nálgast þau í því skyni. Dýra-
konungshjónin eru oft á skemmti-
göngu eftir vegunum. Bifreið, sem
mætir þeim, verður að hægja á
sér, þangað til þeim þóknast að