Dvöl - 01.10.1939, Page 51
D VÖL
289
tæplega kominn með hælana inn
úr dyrunum, þegar hann spurði
með virðulegri kurteisi:
— Viský eða koníak?
— Þakka, koníak! svaraði ég.
Þá reis hann upp, að svo miklu
leyti sem hann gat í þessum loft-
lágu húsakynnum, nefndi sitt
finnska nafn, sem tunga mín réði
ekki við, og titlaði sig fjármálalist-
fræðing. Þegar hann heyrði, að ég
var danskur, skírði hann mig sam-
stundis Anderssen — með áherzlu
á síðasta atkvæði — og gat þess,
að hann hefði lengi þráð að kynn-
ast Anderssen. — "Þjónninn kom
inn með heilmikið af flöskum. Það
var varúðarráðstöfun. Ef til vill
yrði veitingasölunni lokað áður en
við værum orðnir syfjaðir. — Ég
velti því lengi fyrir mér, hvort ég
ætti að nefna þennan nýja kunn-
ingja minn annaðhvort Nurmi eða
Sibelius, sem eru einu finnsku
nöfnin, sem ég þekki, en til hægð-
arauka nefndi ég hann Nausille.
Ég sá, að það nafn stóð letrað yfir
einum dyrunum í káetunni, og gat
ég því rifjað það upp, þó að það
gleymdist, með því að líta upp í
loftið. — En það sýndi sig, þegar
leið að háttatíma um kvöldið, að
það þýddi kvennasalerni eða eitt-
hvað því um líkt.
Við ræddum saman af kappi.
í finnskunni eru langar raðir af
sérhljóðum. Þeir minna á feitar,
ávalar, mjúkar stúlkur, sem dansa
hönd í hönd og draga með sér fá-
eina horaða og skænislega sam-
hljóða. Eftir því sem leið á nótt-
ina, fór ég líka að nota fleiri og
fleiri sérhljóða. Við Nausille urð-
um vinir. — Við skildum með fjór-
rödduðum söng.
Næsta morgun, þegar ég rölti
niður í káetuna, var minn nýi vin-
ur þegar kominn þangað, eða sat
þar ennþá. Þó var hann ekki leng-
ur klofvega yfir legubekkinn.
— Njak, sagði hann við þjóninn
með leifunum af röddinni.
— Er herrann að biðja um koní-
ak? spurði þjónninn.
— Biðja! Ég bið hvorki um eitt
eða annað, en ég vil fá koníak!
Og meðan hann drakk, hélt hann
föstu taki í þjóninn og lét hann
hella í 4—5 glös hvert á fætur
öðru.
Við töluðum ekki mikið. Það var
nógur félagsskapur fyrir okkur að
vera saman. En þegar við komum
til Ábo, þurfti ég samt á hjálp hans
að halda.
Þannig var mál með vexti, að ég
hafði með mér frá Danmörku skel-
fiska í glerkrús. Ég hafði hugsað
mér að gefa einum vini mínum
þessa skelfiska. Hann átti heima
í Moskva og er þannig gerður, að
í hans augum eru skelfiskar sjálft
föðurlandið. Ég hafði hugsað mér
að fá honum krúsina, þegar hann
spyrði: — Hvernig gengur það
heima í Danmörku? Er fiskmetis-
salan hans Krogs ennþá til?
Finnski tollþjónninn rótaði hálf-
sofandi í farangri mínum, en þegar
hann rakst á glasið, færðist allt í