Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 51
D VÖL 289 tæplega kominn með hælana inn úr dyrunum, þegar hann spurði með virðulegri kurteisi: — Viský eða koníak? — Þakka, koníak! svaraði ég. Þá reis hann upp, að svo miklu leyti sem hann gat í þessum loft- lágu húsakynnum, nefndi sitt finnska nafn, sem tunga mín réði ekki við, og titlaði sig fjármálalist- fræðing. Þegar hann heyrði, að ég var danskur, skírði hann mig sam- stundis Anderssen — með áherzlu á síðasta atkvæði — og gat þess, að hann hefði lengi þráð að kynn- ast Anderssen. — "Þjónninn kom inn með heilmikið af flöskum. Það var varúðarráðstöfun. Ef til vill yrði veitingasölunni lokað áður en við værum orðnir syfjaðir. — Ég velti því lengi fyrir mér, hvort ég ætti að nefna þennan nýja kunn- ingja minn annaðhvort Nurmi eða Sibelius, sem eru einu finnsku nöfnin, sem ég þekki, en til hægð- arauka nefndi ég hann Nausille. Ég sá, að það nafn stóð letrað yfir einum dyrunum í káetunni, og gat ég því rifjað það upp, þó að það gleymdist, með því að líta upp í loftið. — En það sýndi sig, þegar leið að háttatíma um kvöldið, að það þýddi kvennasalerni eða eitt- hvað því um líkt. Við ræddum saman af kappi. í finnskunni eru langar raðir af sérhljóðum. Þeir minna á feitar, ávalar, mjúkar stúlkur, sem dansa hönd í hönd og draga með sér fá- eina horaða og skænislega sam- hljóða. Eftir því sem leið á nótt- ina, fór ég líka að nota fleiri og fleiri sérhljóða. Við Nausille urð- um vinir. — Við skildum með fjór- rödduðum söng. Næsta morgun, þegar ég rölti niður í káetuna, var minn nýi vin- ur þegar kominn þangað, eða sat þar ennþá. Þó var hann ekki leng- ur klofvega yfir legubekkinn. — Njak, sagði hann við þjóninn með leifunum af röddinni. — Er herrann að biðja um koní- ak? spurði þjónninn. — Biðja! Ég bið hvorki um eitt eða annað, en ég vil fá koníak! Og meðan hann drakk, hélt hann föstu taki í þjóninn og lét hann hella í 4—5 glös hvert á fætur öðru. Við töluðum ekki mikið. Það var nógur félagsskapur fyrir okkur að vera saman. En þegar við komum til Ábo, þurfti ég samt á hjálp hans að halda. Þannig var mál með vexti, að ég hafði með mér frá Danmörku skel- fiska í glerkrús. Ég hafði hugsað mér að gefa einum vini mínum þessa skelfiska. Hann átti heima í Moskva og er þannig gerður, að í hans augum eru skelfiskar sjálft föðurlandið. Ég hafði hugsað mér að fá honum krúsina, þegar hann spyrði: — Hvernig gengur það heima í Danmörku? Er fiskmetis- salan hans Krogs ennþá til? Finnski tollþjónninn rótaði hálf- sofandi í farangri mínum, en þegar hann rakst á glasið, færðist allt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.