Dvöl - 01.10.1939, Page 52

Dvöl - 01.10.1939, Page 52
290 D VÖL einu líf í augu hans. Hann tók það upp, sneri því milli handanna og rœskti sig. — Hvað er þetta? spurði hann, eins og hann byggist við að það vöeri fóstur eða kristallað árásar- gas. — Skelfiskar, svaraði ég hug- hraustur. Tollþjónninn hristi sitt embætt- islega höfuð. Orðið gaf honum ekki neinar upplýsingar. Það komu fleiri tollþjónar. Ég endurtók þetta eina orð með þrá- kelkni kvíðans, þangað til ég varð uppgefinn. Sumir þeirra fóru að rannsaka annan farangur, sem ég hafði meðferðis, og mér var skipað að sýna vegabréf mitt. — Fjand- inn hafi líka þessa skelfiska! hugs- aði ég. — Bara ég hefði tekið eitt- hvað annað en þessi uppbólgnu lindýr til að gefa. Sama hvað það hefði verið. Hitt fólkið fór í smáhópum út úr tollstöðinni. Ég stóð að lokum einn eftir. Þá kom minn feiti vin- ur í hægðum sínum með töskuna sína í hendinni. — Ja-há, sagði hann og tók glasið úr hendi tollþjónsins. Ja-há, sjáið þér til, það er botnlanginn úr manninum. Þessi herra er gam- all vinur minn, og hann fer aldrei í ferð án þess að hafa botnlangann með sér. Allir tollþjónarnir brostu ljúf- mannlega og heilsuðu með her- mannakveðju. Mér var rétt glasið með mikilli kurteisi, og ég bjó um það 1 koffortinu, en einmitt þegar ég var með sjálfum mér að fast- ráða það, að ég skyldi fleygja glas- inu út um vagngluggann, áður en við næðum rússnesku landamær- unum, þá tók ég eftir, að eitthvað var skrifað í vegabréf mitt. — Viljið þér gera svo vel að segja mér, hvað þeir skrifuðu, sagði ég við herra Nausille. — Botnlangi innfluttur, sagði hann og þrýsti hönd mína í kveðju- skyni. Svo fór ég inn í lestina til Hel- singfors og var djúpt hugsandi. Ég var lafhræddur, þegar kom að rússnesku landamærunum, en komst samt hindrunarlaust yfir þau. Ég vissi, að ég mátti ekki láta skelfiskana frá mér, því að á heim- leiðinni yrði ég að gera grein fyrir þeim. En þegar ég fann vin minn í Moskva, lét ég samt alla varúð eiga sig, þrátt fyrir allt, og fékk honum glasið. Hann horfði bros- andi á þessi blárauðu og bleikrauðu kvikindi, klappaði krukkunni, eins og það væri Krónborg, sem hann hefði á milli handanna, og var í sjöunda himni. Sælgætið var borð- að í veizlu, þar sem grammófón- fjöðrin slitnaði við annan valsinn, en ungur maður sneri plötunum í hálfan annan klukkutíma með því að ýta þeim áfram með vísifingr- inum. Hinn nýi heimur birtist min- um undrunarfullu augum í nýjum og nýjum myndum án afláts.... Ekkert var eins og það var heima, og fyrir listamann. ... Jæja, það

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.