Dvöl - 01.10.1939, Side 53

Dvöl - 01.10.1939, Side 53
D VÖL getur maður talað um við annað og betra tækifæri. ... Menn hljóta að geta skilið, að mér ekki svo mik- ið sem flugu skelfiskarnir í hug í eitt einasta sinni, fyrr en ég kom til Rajajoki, finnsku stöðvarinnar við rússnesku landamærin. Vegabréf mitt var rannsakað. Botnlanga vantaði. Þröng gerðist umhverfis mig. Finnska, mikil finnska; eitthvað sem líktist þýzku, einhvers konar franska, hafi það átt að vera enska, þá skulum við segja að það hafi verið enska. Loks kom sænska; mikið málæði aftur og fram. Og annað hvort hefir þeim sýnzt ég verður trausts þeirra, al- gerlega hættulaus, eða ég hefi haft róandi áhrif á þá, því að það var að því komið, að þeir slepptu mér botnlangalausum inn í landið. Þá kom allt í einu einhver yfirmaður, sauðheimskulegur á svip, út úr ein- hverri skrifstofu. Hann var auð- sjáanlega á eftirlitsferð og þurfti að eyða vinnutímanum einhvern- veginn. Hann steig hvert fótmál í virðingu fyrir sjálfum sér og þegar hann var alveg kominn til undir- manna sinna, var hann orðinn einskonar persónugervingur toll- laganna, einhverskonar tollpáfi í eigin persónu. Málið var lagt fyrir hann. — Hvar er botnlanginn? Hvern fjandann átti ég að segja? Að ég hefði týnt honum, var of eðlilegt til þess að vera sennilegt. Að ég hefði gefið Stalin hann, eða lagt hann á byltingargripasafnið? 291 Ég dró munnvikin niður, varð hugsandi á svipinn og glennti sundur alla fingurna. — Seldur? spurði hann slóttug- ur á svipinn. — Nei. Ég hristi höfuðið. — Stolið? Ég gerði mitt til þess að það gæti virzt sennilegt. — Já, svo, ja-há, sagði hann með sannfæringu. Ég vissi þetta.... Rússinn framkvæmir aldrei bylt- ingu öreiganna.... Þeir svelta.... Nú hafa þeir stolið og étið innyfl- in úr herranum.... Sigurður Helgason þýddi. Fegurð verður ekki séð með særðum augum. — H. G. Wells. Enginn skyldi fara í sínar beztu buxur, þegar hann fer út til að berjast fyrir frelsi og sannleika. — Ibsen. Englendinga er minnzt í biblíunni: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu erfa jörðina." — Mark Twain. Vér elskum landið okkar, eins og mað- ur elskar konuna sína. Hann lofar ekki hástöfum fegurð hennar og aðrar dyggð- ir og hann er fús til að lofa öðrum mönn- um að halda að þeirra kona sé bezta konan í heiminum, þó að þeim vitanlega skjátlist. — Séra W. R. Inge. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir hafa svo mikið um að tala. — Edith Wharton. Ritskoðun endar í rökfræðilegri full- komnun þegar engum er leyft að lesa aðrar bækur en þær, sem enginn getur lesið. — George Bemard Shaw.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.