Dvöl - 01.10.1939, Side 54

Dvöl - 01.10.1939, Side 54
292 DVÖL „Allt í lagi“ Svar til Jóns Magnússonar skálds. Eftir séra Pál Þorleifsson á Skinnastað. Nokkrar athugasemdir hafa fram komið frá Jóni Magnússyni skáldi við grein mína „Um islenzka menning.“ Fyrst steytir hann fót sinn á ummælum minum um fólkið í síldinni. Því miður hefi ég aldrei slitið skóm á síldarbryggjum né hlotið sigg í lófa við róður á miðum úti. En ummæli mín voru byggð á ann- ars manns sögn. Aðalsögumaður minn var skóla- stjóri við barnaskóla, sem hafði tekið sér ferð á hendur til að kynnast kjörum síldarfólks, aðbúð þess og aðstæðum. Þau kynni leiddu til sorglegrar niðurstöðu og tók ég nokkra drætti úr lýsingum hans upp í grein mína. Það voru hans orð, að hér myndi um að ræða einn mesta smánarblettinn í okkar nýmenning, en þau orð gerði ég að mínum, þar eð mér fannst ástæða til að halda, að hann hefði rök að mæla. Þessa niðurstöðu telur okkar ágæta ljóðskáld róg og illmæli. En svo tekur hann af eigin raun að lýsa allri aðbúð þarna og virð- ist þá aðeins sanna fréttaburð kennarans, sem hann vildi þó af- sanna. Hann segir: „Það er satt, að að- búðin á síldarplönunum er á þann veg, að örðugt er fyrir fólkið að bera á sér mannsbrag." Svo sem kunnugt er, er óþrot- legri birtu og fegurð hellt yfir vegu norðursins sumar hvert. í miðri nóttinni er sem logi af gulli falinna fjársjóða lengst í fjarska yfir djúpum hafsins. Og fólkið trúir á æfintýrið, streymir að hvaðanæfa, kastar nót í bát og heldur út í leit gullsins. Daga og nætur er ausið úr kist- um gullsins. Svo að segja alþjóð stendur á öndinni eftir að frétta hvernig austurinn gangi því ekki einungis afkoma nokkurra einstak- linga er undir því komin, heldur gervalls ríkisins. Væri það ofrausn, þó að um væri séð, að gullleitarmennirnir nytu ekki lélegri aðbúðar en fólk flest. Er það ekki vansæmandi.að hægt skuli vera að segja, að aðbúð þessa fólks sé á þann veg, að örðugt sé fyrir það að „bera á sér mannsbrag"? Er það ekki smánarblettur á menn- ingu vorri, að kjörum þess fólks, sem svo að segja bjargar árlega fjárhag þjóðarinnar, sé svo komið, að það varla rísi undir því að geta talizt menn?

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.