Dvöl - 01.10.1939, Side 57

Dvöl - 01.10.1939, Side 57
D VÖL 295 við allt velsæmi, að stiga dansa við ókunna farmenn á lítilli fjöl uppi yfir miklu djúpi, er hverjum manni sýnilegt, að alger menningarleg tortíming getur vofað yfir borg- inni, nema betur skipist. Síðasta kosningadag til alþingis var ég staddur í Reykjavík. Ég kom inn á flestar kosningaskrifstofur, til að sjá, hvernig sama vitfirring- in gat logað í augum manna allra flokka þennan dag, eftir því að vinna föðurlandinu gagn. Ógleym- anlegasta minningin frá þeim degi verða samt nokkrir flutningsbílar, sem ég mætti. Á pöllum þeirra hlið við hlið stóðu fölleit börn, með einfaldleik í augum og utanaðlærð ópyrði á vörum. Eins og einn maður hrópuðu þau öll hvatningarorð til bæjarins, um að kjósa ákveðinn flokk, meðan bíllinn ók löturhægt áfram. Ekkert blaða bæjarins vítti með einu orði þessa svívirðilegu með- ferð á barnssálum. Mér var ljóst, að hinn æpandi kosningabíll átti sér engar rætur í fornri sveitamenningu, hann var nýtt fyrirbæri í lífi nútímaborgar- innar. Mér skildist, að meira en lítið myndi vera athugavert í upp- eldis- og menningarmálum þeirrar borgar, sem hóar börnum sínum saman á kosningadögum og brýnir skærar raddir þeirra til múgæs- inga. Mér fannst, sem hinn hægfara, hávaðasami bíll væri einskonar dauðravagn kynslóðar, sem ekki þekkir sinn vitjunartíma, tákn af- vegaleidds tíma, sem selur jafnvel sálir barna sinna fyrir silfur og hin bljúgu hjörtu þeirra fyrir stundar- hagsmuni. Nú má gera ráð fyrir, að Jón Magnússon telji nóg komið, og að ádrepa þessi sé meir í ætt við út- skúfun sautjándu aldar en góðu hófi gegnir. Vera má samt, að sá sé ekki síztur vinur, er til vamms segir. Þó að miklar veilur séu víða í þjóðlífi okkar, og bæjunum hafi enn lítt tekizt að skapa menningu við sitt hæfi, hefi ég trú á að með samtökum og baráttuvilja beztu manna megi það heppnast. Við sveitamenn unnum ekki eingöngu Reykjavík og öllum okkar vaxandi bæjum alls góðs, heldur treystum því, að þeim takist að leysa sín uppeldislegu og félagslegu vanda- mál svo vel, að til sannrar giftu leiði fyrir allt þjóðlífið og til nýrra menningarlegra sigra. Þó að Dvöl leiði deilur yfirleitt sem mest hjá sér, veitir hún með ánægju rúm greinum þeirra sr. Páls Þorleifssonar og Jóns Magnússonar. Er vel farið, að tveir greindir og góðviljaðir menn ræði þessi vandamál nokkuð sitt frá hvoru sjónar- miði. Ætti öllum íslendingum að vera alvörumál, hvernig nýsköpun byggðanna við sjóinn og menningu þeirra reiðir af. Grein um þessi efni eftir Jón Magnússon skáld birtist væntanlega í næsta hefti.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.