Dvöl - 01.10.1939, Page 58

Dvöl - 01.10.1939, Page 58
296 D VÖL Keppinautar Eftir David Walther Max togaði í klukkustrenginn með þungum, taktföstum tökum. Magurt og sóltorennt andlit hans sýndi engin merki áreynslu, og dökkt hárið lá greitt slétt aftur frá háu enninu. Hendur hans hreyfðust ósjálfrátt og augun glömpuðu af stolti í hvert skipti, er gamla kirkjuklukkan sendi sína dillandi tóna út yfir hið litla þorp. Motzgerþorpið var skammt frá Vín. Annars vegar lágu að því vín- akrar en hinsvegarVínarskógurinn, og enda þótt þorpið væri lítið, voru þar tvær kirkjur. Max var hringjari í þeirri stærri og fallegri, en hún stóð hátt uppi í fjallshlíðinni. Kirkjuklukkan hékk í gömlum turni, sem stóð við hlið kirkjunnar, og var hún hreyfð með streng, sem hafði verið þar allt frá því að turn- inn var reistur. Max var sá einasti, er kunni að hringja þessari klukku eins og vera bar. Enginn annar hafði dirfzt að snerta streng henn- ar frá því faðir hans dó. í litlu kirkjunni niðri í þorpinu var hinn ungi Ottó hringjari. Klukka hans hafði ekki þennan djúpa, fagra hreim eins og klukka Max, enda hafði hún verið steypt eftir stríð og var ekki úr eins góðu efni. Ottó fannst það ósanngjarnt, að allir skyldu hrósa hinum yndislegu tónum Theresiu-kirkjuklukkunnar, en minnast ekki einu orði á hans eigin klukku. Hann var þess þó fullviss, að hann væri að minnsta kosti eins hæfur til starfs síns og Max. En jafnvel listamaðurinn get- ur ekki gert listaverk af slæmu efni, Og það var ekki laust við, að Ottó fyndi stundum til dálítillar gremju og afbrýði til starfsbróður síns. Einhverju sinni lét hann svo um mælt, hálfvegis í gamni og hálf- vegis í alvöru, að sig langaði til þess að myrða Max, svo að hann gæti fengið tækifæri til þess að hringja klukkunni í Theresiu- kirkjunni, og þar með sýnt þorps- búunum, hvað hann gæti. í raun og veru bar hann ekki hatur til Max, en kenndi dálítillar öfundar yfir því, að hann sem eldri maður, skyldi standa svo miklu betur að vígi. Lífið í hinu litla þorpi myndi hafa gengið sinn venjulega, frið- sama gang, ef hinir tveir starfs- bræður hefðu ekki verið saman á vínuppskeruhátíð eitt fagurt mal- kvöld. Verkafólkið hafði safnazt saman til þess að bragða á nýju vínunum og þar var hljóðfæra-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.