Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 60

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 60
298 D VÖL sú stærri til og reyndi að yfirgnæfa hana. Þorpsbúarnir biðu St. Páls- og Péturshátíðarinnar með mikilli eftirvæntingu, því að þá var það siður, að báðar klukkurnar hljóm- uðu alveg með sérstökum hætti. Það var gömul siðvenja, sem vand- lega var gætt. Bæði Max og Ottó biðu þessa dags með mikilli eftir- væntingu. Ottó var ákveðinn í því að sanna þorpsbúunum, að hann, þrátt fyrir sína lélegu klukku, væri bezti hringjarinn í öllu héraðinu. Max vissi hins vegar, að hér myndi honum gefast tilvalið tæki- færi til þess að auðmýkja Ottó, sem aldrei fyrr hafði verið auð- mýktur. Anna, sem vann í húsi móður sinnar, heyrði, hvernig hringjararnir tveir æfðu sig í list sinni, og hún brosti með sjálfri sér. Max var í léttu skapi hinn tutt- ugasta og níunda júni, þar sem hann gekk upp bratta stíginn, sem lá upp að kirkjunni. Hann vissi, að í dag myndi hann bera sigur úr býtum. Það var óhugsandi, að Ottó myndi geta skarað fram úr. Max hafði beztu spilin á hendinni; margra ára reynslu, meðfæddan hæfileika og klukku, sem átti eng- an sinn líka í hljómfegurð þar um slóðir. í marga ættliðu höfðu for- feður hans hringt klukkunni í gamla turninum. Geðshræringin örfaði göngu- hraða hans eftir götunni. Fátt fólk sást úti, því að flestir voru að búa sig í beztu fötin, áður en guðs- þjónustan byrjaði, og biðu nú ein- ungis eftir hljómum kirkjuklukkn- anna, sem áttu að hefja hátíðina. Max gekk fram hjá húsi Önnu, án þess að líta upp; hann hafði nógan tíma, og þegar hann hefði sýnt henni, hve dásamlega honum hafði tekizt að „hringja inn hátíðina“, ætlaði hann að tala við hana aftur. Hann sá í anda, hvernig hjónaband þeirra myndi verða. Hann hugsaði um undirbúninginn að brúðkaupi þeirra. Það skyldi verða haldin eftirminnileg veizla, og brúðgum- inn ætlaði sjálfur að hringja klukk- unum. Hann sá, hvernig Anna gekk um í litla garðinum þeirra, ung og falleg. Þau myndu bæði í samein- ingu sjá um uppeldi barna sinna og velja úr hópnum arftaka hans sem hringjara. Erfðavenjan skyldi hald- ast, og þegar hann eltist, gæti hann setið og hlustað á, hvernig gömlu klukkunum væri hringt af snillingi, og Max brosti ánægjulega um leið og hann gekk inn í gamla klukku- turninn — en hann sá samstundis að þar hafði eitthvað gerzt. Klukkustrengurinn var skorinn sundur nálega þrjátíu fet frá gólf- inu. Einhver — og það var aðeins um einn að ræða — hafði klifrað upp ósléttan múrvegginn og upp á lítið þrep í þrjátíu feta hæð og seilzt þaðan eftir strengnum og skorið hann sundur. Klukkan í Theresiu-kirkjunni var þögnuð. Max ákvað samstundis að myrða Ottó, og hann tók ekki þessa á-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.