Dvöl - 01.10.1939, Side 60

Dvöl - 01.10.1939, Side 60
298 D VÖL sú stærri til og reyndi að yfirgnæfa hana. Þorpsbúarnir biðu St. Páls- og Péturshátíðarinnar með mikilli eftirvæntingu, því að þá var það siður, að báðar klukkurnar hljóm- uðu alveg með sérstökum hætti. Það var gömul siðvenja, sem vand- lega var gætt. Bæði Max og Ottó biðu þessa dags með mikilli eftir- væntingu. Ottó var ákveðinn í því að sanna þorpsbúunum, að hann, þrátt fyrir sína lélegu klukku, væri bezti hringjarinn í öllu héraðinu. Max vissi hins vegar, að hér myndi honum gefast tilvalið tæki- færi til þess að auðmýkja Ottó, sem aldrei fyrr hafði verið auð- mýktur. Anna, sem vann í húsi móður sinnar, heyrði, hvernig hringjararnir tveir æfðu sig í list sinni, og hún brosti með sjálfri sér. Max var í léttu skapi hinn tutt- ugasta og níunda júni, þar sem hann gekk upp bratta stíginn, sem lá upp að kirkjunni. Hann vissi, að í dag myndi hann bera sigur úr býtum. Það var óhugsandi, að Ottó myndi geta skarað fram úr. Max hafði beztu spilin á hendinni; margra ára reynslu, meðfæddan hæfileika og klukku, sem átti eng- an sinn líka í hljómfegurð þar um slóðir. í marga ættliðu höfðu for- feður hans hringt klukkunni í gamla turninum. Geðshræringin örfaði göngu- hraða hans eftir götunni. Fátt fólk sást úti, því að flestir voru að búa sig í beztu fötin, áður en guðs- þjónustan byrjaði, og biðu nú ein- ungis eftir hljómum kirkjuklukkn- anna, sem áttu að hefja hátíðina. Max gekk fram hjá húsi Önnu, án þess að líta upp; hann hafði nógan tíma, og þegar hann hefði sýnt henni, hve dásamlega honum hafði tekizt að „hringja inn hátíðina“, ætlaði hann að tala við hana aftur. Hann sá í anda, hvernig hjónaband þeirra myndi verða. Hann hugsaði um undirbúninginn að brúðkaupi þeirra. Það skyldi verða haldin eftirminnileg veizla, og brúðgum- inn ætlaði sjálfur að hringja klukk- unum. Hann sá, hvernig Anna gekk um í litla garðinum þeirra, ung og falleg. Þau myndu bæði í samein- ingu sjá um uppeldi barna sinna og velja úr hópnum arftaka hans sem hringjara. Erfðavenjan skyldi hald- ast, og þegar hann eltist, gæti hann setið og hlustað á, hvernig gömlu klukkunum væri hringt af snillingi, og Max brosti ánægjulega um leið og hann gekk inn í gamla klukku- turninn — en hann sá samstundis að þar hafði eitthvað gerzt. Klukkustrengurinn var skorinn sundur nálega þrjátíu fet frá gólf- inu. Einhver — og það var aðeins um einn að ræða — hafði klifrað upp ósléttan múrvegginn og upp á lítið þrep í þrjátíu feta hæð og seilzt þaðan eftir strengnum og skorið hann sundur. Klukkan í Theresiu-kirkjunni var þögnuð. Max ákvað samstundis að myrða Ottó, og hann tók ekki þessa á-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.