Dvöl - 01.10.1939, Síða 61

Dvöl - 01.10.1939, Síða 61
D VÖL 299 kvörðun í blindri reiði, heldur í- hugaði málið rólega og rökvisst. Ottó hafði svívirt list sína, og Max fann til sársaukablandinnar gremju. Hann starði skelfdur á strenginn, er dinglaði í lausu lofti yfir höfði hans, og svo horfði hann upp eftir veggnum, sem glampaði af raka, og á litla þrepið, sem Ottó hlaut að hafa klifrað upp á. Efst uppi í turninum hékk klukkan og byrgði fyrir sólina. Hann vissi, að eftir nokkrar mínútur myndi klukkan niðri i þorpinu byrja að hringja, og í fyrsta skipti myndi klukka hans ekki taka undir. Fólk myndi lita með fyrirlitningu til gamla turnsins og undrast, hvers vegna klukkan þegði. En það var ofurlítil huggun í því að vita, að Ottó ætti að deyja, og Max tók að íhuga, hvernig það skyldi ná fram að ganga. Hann sneri sér við, og ætlaði að ganga út, en í sama bili hrasaði hann um eitthvað á gólfinu. Hann laut niður til þess að athuga hvað það væri; skerandi neyðaróp hans ómaði í turninum. Kaldir múrveggirnir vörpuðu hljóðinu aftur til baka, og i þögninni, sem fylgdi á eftir, gerði Max krossmark fyrir sér. Á meðan hann hafði íhugað, hvernig hann ætti að drepa Ottó, hafði lík hans legið við fætur hans. Hann sneri líkinu gætilega við. Á stirðn- uðu andliti þess vottaði fyrir sigri hrósandi brosi, i annarri hendinni var hnífurinn, sem strengurinn hafði verið skorinn sundur með. Max leit einu sinni enn upp eftir rökum, gljáandi veggnum og sá þegar, hvernig slysið hafði viljað til. Hann sá, að hnakki Ottós var mölbrotinn, hann hlaut að hafa andazt strax. Gamli turninn hafði sjálfur hefnt sín. Max gekk hægt niður í litlu þorpskirkjuna og augu hans störðu harmþrungin til jarðar. Gremja hans var horfin, og hann fann til blygðunar og skelfingar yfir hinum hræðilegu áformum sínum, þar sem hann hafði staðið augliti til auglitis við dauðann. Fólk horfði á eftir hon- um, þegar hann gekk framhjá, og sumir kölluðu til hans, en hann gaf því engan gaum, heldur hélt rólegur leiðar sinnar til litlu kirkj- unnar með lélegu klukkunum. Hann togaði hægt í klukkustreng- inn með annarri hendi og horfði stöðugt til jarðar, en með hinni hendinni strauk hann þreytulega svart hárið aftur frá enninu. í fyrsta skipti í mörg ár barst ekki hinn venjulegi hátíðahljómur St. Páls- og Péturshátíðarinnar út yfir þorpið, heldur hægur, einhljóma ómur, sem kunngjörði andlát, svo að allir gætu beðið fyrir sál hins látna. Þorpsbúarnir gerðu krossmark fyrir sér og muldruðu „Ave Maria“. Klukkan í litlu kirkjunni hélt á- fram að hringja með undarlega sorgblöndnum hljómi, sem enginn minntist að hafa heyrt fyrr. Fólk þyrptist út á göturnar, og prestur kom hlaupandi út úr The-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.