Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 61
D VÖL
299
kvörðun í blindri reiði, heldur í-
hugaði málið rólega og rökvisst.
Ottó hafði svívirt list sína, og
Max fann til sársaukablandinnar
gremju. Hann starði skelfdur á
strenginn, er dinglaði í lausu lofti
yfir höfði hans, og svo horfði hann
upp eftir veggnum, sem glampaði
af raka, og á litla þrepið, sem Ottó
hlaut að hafa klifrað upp á. Efst
uppi í turninum hékk klukkan og
byrgði fyrir sólina. Hann vissi, að
eftir nokkrar mínútur myndi
klukkan niðri i þorpinu byrja að
hringja, og í fyrsta skipti myndi
klukka hans ekki taka undir. Fólk
myndi lita með fyrirlitningu til
gamla turnsins og undrast, hvers
vegna klukkan þegði.
En það var ofurlítil huggun í
því að vita, að Ottó ætti að deyja,
og Max tók að íhuga, hvernig það
skyldi ná fram að ganga. Hann
sneri sér við, og ætlaði að ganga
út, en í sama bili hrasaði hann um
eitthvað á gólfinu. Hann laut niður
til þess að athuga hvað það væri;
skerandi neyðaróp hans ómaði í
turninum. Kaldir múrveggirnir
vörpuðu hljóðinu aftur til baka,
og i þögninni, sem fylgdi á eftir,
gerði Max krossmark fyrir sér. Á
meðan hann hafði íhugað, hvernig
hann ætti að drepa Ottó, hafði
lík hans legið við fætur hans. Hann
sneri líkinu gætilega við. Á stirðn-
uðu andliti þess vottaði fyrir sigri
hrósandi brosi, i annarri hendinni
var hnífurinn, sem strengurinn
hafði verið skorinn sundur með.
Max leit einu sinni enn upp eftir
rökum, gljáandi veggnum og sá
þegar, hvernig slysið hafði viljað
til. Hann sá, að hnakki Ottós var
mölbrotinn, hann hlaut að hafa
andazt strax. Gamli turninn hafði
sjálfur hefnt sín. Max gekk hægt
niður í litlu þorpskirkjuna og augu
hans störðu harmþrungin til
jarðar. Gremja hans var horfin,
og hann fann til blygðunar og
skelfingar yfir hinum hræðilegu
áformum sínum, þar sem hann
hafði staðið augliti til auglitis við
dauðann. Fólk horfði á eftir hon-
um, þegar hann gekk framhjá,
og sumir kölluðu til hans, en hann
gaf því engan gaum, heldur hélt
rólegur leiðar sinnar til litlu kirkj-
unnar með lélegu klukkunum.
Hann togaði hægt í klukkustreng-
inn með annarri hendi og horfði
stöðugt til jarðar, en með hinni
hendinni strauk hann þreytulega
svart hárið aftur frá enninu. í
fyrsta skipti í mörg ár barst ekki
hinn venjulegi hátíðahljómur St.
Páls- og Péturshátíðarinnar út yfir
þorpið, heldur hægur, einhljóma
ómur, sem kunngjörði andlát, svo
að allir gætu beðið fyrir sál hins
látna.
Þorpsbúarnir gerðu krossmark
fyrir sér og muldruðu „Ave Maria“.
Klukkan í litlu kirkjunni hélt á-
fram að hringja með undarlega
sorgblöndnum hljómi, sem enginn
minntist að hafa heyrt fyrr.
Fólk þyrptist út á göturnar, og
prestur kom hlaupandi út úr The-