Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 63
D VOL
301
eyða þessari óró með því að hugsa
um alla þá, sem mundu gleðjast
yfir þessari hamingju minni. Það
voru margir góðir, gamlir vinir,
það voru systkini mín, og fyrst og
fremst gamla móður mín, sem sat
heima og gladdist yfir, að henni
hafði auðnast að lifa þennan
merkilega atburð.
Samtímis var mér hugsað til
föður míns, og ég saknaði þess sárt,
að hann var ekki á lífi, svo ég gæti
sagt honum, að ég hefði fengið
Nobelsverðlaunin. Ég veit, að eng-
inn hefði glaðzt af því eins og
hann. Aldrei hefi ég þekkt neinn,
sem hefir borið jafnmikla ást og
virðingu fyrir skáldum og skáld-
skap, og hefði hann nú fengið að
heyra, að sænska Vísindafélagið
hefði veitt mér mikil skáldaverð-
laun. . . . Það var reglulega rauna-
legt, að ég skyldi ekki geta sagt
honum það.
Hver,sem ferðazt hefir með járn-
brautarlest í myrkri, veit, að stund-
um renna vagnarnir lengi í einu
einkennilega hljóðlega áfram, án
þess að hristast. Allur hávaði og
brestir hætta, og hin jafna hreyf-
ing hjólanna verður að hljóðri
einhliða sönglist. Það er eins og
lestin þjóti ekki lengur eftir tein-
unum, heldur svífi gegnum loftið.
Samstundis og ég var að hugsa um,
að ég vildi óska, að ég gæti talað
við föður minn, kom þetta fyrir.
Lestin brunaði áfram svo létt og
hljóðlega, að mér fannst, að það
væri ómögulegt að hún væri enn-
þá á jörðinni. Og nú byrjaði mig
að dreyma: „Hugsið ykkur, að ég
ferðaðist nú til gamla föður míns
á himnum! Ég hefi þó heyrt, að
þvílíkur atburður hefir komið fyr-
ir aðra. Hvers vegna gæti það ekki
komið fyrir mig.“
Járnbrautarvagninn hélt áfram
að líða kyrrlátlega og hljóðalaust
áfram. En hvert sem hann nú fór,
þá átti hann langt eftir, áður en
hann næði ákvörðunarstaðnum, og
hugsanir mínar fóru á undan hon-
um.
„Þegar ég kem nú til föður míns,“
hugsaði ég, „þá situr hann senni-
lega í ruggustól úti á svölum, en
fyrir framan hann skín sólin í
blómagarðinum, sem er fullur af
blómum og fuglum, og auðvitað
situr hann og les í Friðþjófssögu.
Og þegar faðir minn sér mig, legg-
ur hann bókina frá sér, og ýtir
gleraugunum upp á ennið, og svo
stendur hann upp og kemur á
móti mér. Og hann heilsar og býð-
ur mig velkomna og „hvernig líður
þér nú, stúlka mín?“ — alveg eins
og hann var vanur.
Fyrst þegar hann hefir komið
sér fyrir á ný í ruggustólnum,
spyr hann mig, hvers vegna ég sé
komin til hans. „Það er þó líklega
ekki neitt að heima?“ spyr hann
allt í einu.
„Nei, alls ekki, faðir minn, öll-
um liður vel.“ Og ég ætla einmitt
að fara að segja honum þennan
nýja viðburð, en svo finnst mér ég
vilja njóta hans ein svolítið leng-