Dvöl - 01.10.1939, Side 64

Dvöl - 01.10.1939, Side 64
302 DVÖL ur, og fer eftir krókaleiðum. „Ég er bara komin til að biðja þig um gott ráð,“ segi ég og ber mig raunalega. „Á ég að segja þér nokkuð, ég er komin í stóra skuld.“ „Ég er hræddur um, að þú fáir ekki mikla hjálp í því efni hér hjá mér,“ segir faðir minn. „Það er víst hægt að segja um þennan stað eins og gömlu herragarðana í Vermalandi, að hér finnst allt nema peningar." „Það eru heldur ekki peningar, sem ég skulda,“ segi ég. — „Það er nú ennþá verra,“ segir faðir minn. „En byrjaðu nú á byrjuninni, stúlka mín, og segðu mér allt saman.“ „Það er ekki of mikils krafizt, að þú hjálpir mér,“ segi ég, „því að það er sannarlega þín sök frá byrjun. Mannstu eftir, hvernig þú sazt við orgelið og spilaðir lög Bellmanns fyrir okkur börnin, og mannstu eftir, að þú lézt okkur lesa ritverk Tegnérs, Runebergs og H. C. And- ersens nokkrum sinnum á hverj- um vetri? Þannig myndaðist mín fyrsta skuld. Segðu mér, faðir minn, hvernig á ég að geta endur- goldið þeim, að þeir kenndu mér að elska æfintýri, hetjudáðir, föð- urlandið og mannlífið í allri sinni tign og allri sinni eymd?“ Þegar ég segi þetta, hagræðir faðir minn sér til í stólnum, og það kemur fallegur glampi í aug- un. „Ég ex ánægður yfir, að ég hefi hjálpað til að valda þér þessarar skuldar," segir hann. „Já, það getur verið rétt hjá þér, faðir minn,“ segi ég, „en þú verð- ur að muna eftir, að enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Hugsaðu þér, hve óendanlega mörgum ég er skuldug. Hugsaðu um alla vesalings umrenningana, sem í æsku þinni óku um Vermaland og léku og sungu. Þeim skulda ég hin villtu æfintýr, leiki og gaman í það ó- endanlega. Og hugsaðu þér alla gömlu mennina, sem hafa setið í gráu hreysunum í skógarbrúninni og sagt frá álfum og tröllum og bergnumdum stúlkum. Það eru þeir, sem hafa kennt mér, hvernig hægt er að senda skáldrit yfir há fjöll og dimma skóga. — Og hugs- aðu þér, faðir minn, alla hina fölu múnka og nunnur, sem hafa setið í skuggalegum klaustrum og séð sýnir og heyrt raddir! Þeim skulda ég fyrir að hafa fengið að láni hinar dularfullu dýrlingasögur, sem þeir hafa safnað. Og hugsaðu þér Dalabændurna, sem fóru til Jerúsalem! Er ég ekki í skuld við þá, fyrir að hafa gefið mér hetju- dáð til að skrifa um? Og það eru ekki aðeins mennirnir, faðir minn, sem ég er í þakklætisskuld við, það er einnig öll náttúran. Það eru dýr merkurinnar og fuglar him- insins og tré og blóm — þau hafa öll trúað mér fyrir einhverjum leyndarmálum." Faðir minn kinkar aðeins kolli og brosir, meðan ég segi þetta allt, og virðist alveg áhyggjulaus. „Þú skilur þó líklega, að þetta er stór

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.