Dvöl - 01.10.1939, Síða 69

Dvöl - 01.10.1939, Síða 69
D VOL 307 ritara, misheppnaðri tilraun að klifra upp á kirkjurústir Lárenzí- usar helga og ennþá árangurslaus- ari tilraun að hringja kirkjuklukk- unum, sem þar fyrirfundust engar. Mér er óljóst í minni hark, sem við lentum í við eina lögregluþjóninn í þorpinu og lauk með alþýð- legu ávarpi. Púnsins, sem við höfð- um meðferðis úr vínkjallara þorps- ins, neyttum við þó í rústunum, og söguleg kennd gagntók okkur. Við urðum ljóðrænir og sungum man- söngva. Seinna komu til byltingar- kenndir. Við byggðum þvervirki úr kerrum, tunnum, stigum og öðru tiltæku byggingarefni, sem við hnupluðum þar í grenndinni. Við öskruðum hersöng Frakka og gerð- um árás á okkar eigið þvervígi. Við töluðum fyrir minni æskunnar og hins æðsta fullkomleika. En morgunsólin reis æ hærra. Fólkið kom út úr hreysum sínum og góndi forviða á okkur, hina hvít- húfóttu fulltrúa menntunarinnar. Það var sunnudagsmorgunn. Við á- kváðum að fara í kirkju. Við lögðum undir okkur bekk á orgelloftinu. Hringjarinn lék á org- elið og við sungum fullum hálsi — en fagurlega. Sumir okkar sofnuðu undir prédikuninni, létu undan síga eftir óslitin hátíðahöld í röskan sólarhring. Eftir prédikun kom það fyrir, sem mér er skýrast í minni. Meðhjálp- arinn kom með háf til að taka á móti samskotum. í sama bili vakn- aði Ernst Konjak og fannst sér vera flökurt, rauk á fætur og framhjá meðhjálparanum. Það var þá, sem Jóhann Ágúst hrópaði lausnarorð- in: — Ertu sjóövitlaus, Ernst Kon- jak, œtlarðu að stinga af án þess að óorga? Annaðhvort hefir okkur verið vís- að á dyr eða við farið af sjálfsdáð- um, ég man ekki hvort heldur var, en það er víst, að við fórum til gistihússins og átum morgunverð. Þar byrjuðu háalvarlegar bolla- leggingar um það, hvað við skyld- um panta. Það varð morgunverð- ur!!! Og við komum okkur saman um að ganga til næsta þorps. Við keyptum eins mikið af púnsi og við orkuðum að bera. Það var önnur tíðin þá en nú — þótt ég mæli ekki hegðun okkar bót — ég bara segi frá því, sem gerðist. Ef við höfum gert glappaskot, þá var sök- in hjá ríkinu, sem ekki hafði veitt okkur betra uppeldi í barna- og framhaldsskólunum. Við gengum til þess þorpsins, sem við töldum næst. Það var nú göngu- för í lagi! Við sungum, við hrópuð- um upp okkar ungu gleði móti sól- inni og hvítum vorskýjunum. Við drukkum púns í kotbæjum, buðum bragð og vorum virtir gestir. Við böðuðum okkur í stöðuvötnunum, við hlupum um naktir og rákum hver annan á flótta eins og ung skógargoð. Og lævirkjarnir sungu hátt, hátt uppi, og gamla byggðin var okkar, við vorum arftakar allr- ar hennar mörg þúsund ára menn- ingar. Vingjarnlegir bændur, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.